Já góðir hálsar. Það var á miðvikudegi sem hópurinn hittist. Daginn fyrir busunina. Hittumst fyrst í stofu F, en þar sem Gunni hafði nýlokið við að borða túnfisk beint úr dósinni þar ákváðum við að flýja. Við ætluðum heim til mín. Ég sagði strákunum bara að fara heim, það myndi einhver opna fyrir þeim, ég ætlaði að kaupa gerviblóð.
Þegar ég kom til baka frá þeirri innkaupaferð sátu strákarnir á tröppunum. Niðurbrotnir menn. Enginn opnaði, og ég ekki með lykla. Á meðan við héldum að við værum læst úti sögðu strákarnir mér frá nýju hugmyndinni sinni. Ég ... samþykkti hana ekki alveg. En, svo kom það í ljós að sambýlisfólk mitt er bara heyrnarlaust og okkur var hleypt inn. Þar héldu samræðurnar áfram. Hvað ættum við eiginlega að gera. Afbrýðissemi. Hmmm. Ræddum um hugmyndafræðilegu hliðina á afbrýðissemi. Hlutlæg, huglæg ... enduðum á því að vera búin að ráða alla fjölskylduna hans Jóa í hlutverk. Strákarnir kölluðu íbúðina mína líka holu.
Við hættum reyndar við það allt þegar það var eins og eldingu hafði skotið í hausinn á Gunna og hann sagði: "Ég veit!" ...
Og við gerðum hans hugmynd. Týpísk afbrýðissemi. Boy meets girl eitthvað. Ísak vildi ekki leika, svo við hringdum í draumaprinsinn sjálfan. Gumma Helga. Kærastan hans var því miður upptekin. Svo ég neyddist til að leika. Og já, þetta er meðfætt. Ég biðst samt undan eiginhandaáritunum. Vil einbeita mér að því að lifa eðlilegu lífi.
Allavega. Þegar Gummi mætti á svæðið skipulögðum við þetta aðeins. Byrjuðum svo að taka upp um 5-6 leytið. Allt tekið upp í miðbænum, íbúðinni minni og heima hjá mér. Pöntuð pítsa. Notuðum gerviblóðið mitt mikið. Kom að góðum notum. Ég klæddi Jóa í bleika skátaflíspeysu og regnjakkann minn. Við vorum mjög lengi að taka upp. Tókum hverja senu upp bara einu sinni, nema bardagasenurnar. Þær þurftu 2 tökur. Við kláruðum dæmið kl. hálf tólf. Fengum Svölu sambýling minn til að leika leigðu gelluna. Við vorum með 30.000 kr í peningum í þeirri senu.
Í lokin var Gunni orðin mjög pirraður og vildi komast heim. Það voru 5 leikstjórar af þessari mynd og Gummi og Jói pældu mikið í bardagadótinu. Ég pældi samt bara mest í góða lampanum mínum. Hann bjargaði allri lýsingu. Og allar framlengingasnúrurnar á heimilinu komu í góðar þarfir. Þessi lampi er samt snilld. Hann á að gefa frá sér e-ð D-vítamín sem við íslendingar fáum ekki frá sólinni á veturnar þannig lampinn kemur í veg fyrir skammdegisþunglyndi.
En nóg um það. Við vorum öll bara mjög ánægð með útkomuna og þessi dagur, þrátt fyrir að hafa verið langur og strangur, var ógeðslega skemmtilegur.
Hlakka til að komast í klippitölvuna.
P.s. Siggi Palli, ég hata ekki svart-hvítar myndir lengur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
7 stig og plús í kladdann fyrir seinustu línuna.
Nokkuð vel heppnuð mynd hjá ykkur. Margt mjög flott og blóðslettan á veggnum var kúl.
Post a Comment