Wednesday, April 15, 2009

Skólaárið 2008.

Ég ákvað að velja kvikmyndagerð síðasta vetur vegna þess hve gaman mér hafði þótt í kvikmyndavali í gunnskóla. Þar fékk maður að dunda sér við að gera tónlistarmyndbönd og stuttmyndir með bestu vinkonum sínum og hafði rosalega gaman. Það sem ég áttaði mig ekki á, er að maður getur ekkert dundað sér neitt við þetta þegar maður er í MR, næstum fullri vinnu með skóla og allt annað í gangi. Miðað við áhugann sem maður hefur á þessu fagi, þá fannst mér ég ekki njóta mín nóg í því, eiginlega bara sökun anna utan þess. Maður hafði aldrei almennilegan tíma til að gera stóru verkefnin og hefði viljað gera allt svo miklu, miklu betur.

Ég verð eiginlega að skipta námskeiðinu upp í tvo hluta. Fyrir áramót og eftir áramót.

Þegar ég skoðaði bloggin mín fyrir áramót sá ég hvað ég hafði séð mikið af frábærum myndum og prófað mikið af nýjum hlutum. Það sem stendur upp úr var klárlega RIFF. Ég var mjög dugleg að nota passann minn og sá yfir 10 myndir og fór á fyrirlestur hjá kínverjanum sem gerði myndina Up the Yangzehu. Svo fannst mér líka þessi minni kvikmyndahátíð skemmtileg sem var í Austurbæjabíó, en ég man ekki alveg hvað hún heitir. Hún var mun minni í sniðum og ekki eins mikil stemming, en samt mjög góð.

Mér finnst mjög jákvætt að hafa skyldað okkur til að fara á þessar kvikmyndahátíðir. Ef ég hefði ekki verið í þessu vali í ár hefði ég aldrei farið á þær annars. Mjög þakklát einhvernveginn fyrir þá reynslu að hafa sótt svona hátíðir.

Myndirnar fyrir áramót sem við horfðum á standa frekar upp úr heldur en þær sem við horfðum á seinna. Hver getur gleymt Mirikitami? Reykjavík Rotterdam var náttúrulega frábær líka. Það var líka rosalega fróðlegt að fá að hitta fólk sem var að búa til íslensku myndirnar sem við horfðum á. Það að fá að hitta Valdísi, Óskar og Friðrik er mjög minnisstætt og náttúrulega ekkert nema jákvætt við þann hluta námskeiðarins.

Kvikmyndaverkefnið fyrir áramót þar sem við áttum að gera mynd sem við máttum ekki klippa, það var mjög skemmtilegt. Reyndar var ég í hóp með strákum sem allir vildu vera leikstjórar. Það var kominn mikill pirringur í liðið þegar við vorum að ljúka við tökur, en það er ekkert nema fyndið svona eftir á. Myndin hjá okkar hóp var ekkert meistaraverk, en það var okkur sjálfum að kenna. Það verður líka rosalega gaman ef við fáum að eiga svona dvd-mynd með öllum myndunum sem hver hópur hefur gert í vetur, því þessi fyrsta mynd okkar var tekin upp á Klapparstíg 17 og það verður gaman að eiga það á mynd.

Eftir áramót í janúar brann auðvitað Klapparstígur 17 og sá atburður hefur gjörsamlega eyðilagt fyrir mér síðustu önnina. Ég hef ekki haft áhuga á neinu í skólanum og fylgst illa með. Bloggunum mínum hefur farið versnandi eftir áramót og það er bara afleiðing orsaka. Þegar maður glatar öllum glósum til fjögurra ára í bruna sitja þau fög auðvitað á hakanum sem heita ekki stærðfræði. Þá hefur kvikmyndagerð sérstaklega setið á hakanum hjá mér. Ég hef mætt illa eftir áramót í kvikmyndagerð og er það eiginlega bara sökum svefnleysis útaf áfallinu. Kvikmyndagerð fær að líða fyrir það að vera með morguntíma. Ég man eiginlega ekkert eftir námskeiðinu eftir áramót og er örugglega ekki rétti nemandinn í að dæma það eitthvað sérstaklega. Ég mætti samt eiginlega í alla tímana sem við horfðum á kvikmyndir og get haft skoðun á þeim.

Heimildarmyndin var erfitt verkefni. Frekar krefjandi og erfitt. En hópurinn minn náði loksins að skila því, þótt það hafi ekki verið fullklárað. Ég hefði frekar verið til í að gera auglýsingu eða tónlistarmyndband, en af því við byrjuðum á verkefninu fyrir jól, en sá möguleiki að gera annað en heimildarmynd kom ekki fyrren eftir jól, þá urðum við að klára þetta. Fannst þetta kannski síðsta verkefnið af þeim sem við höfum gert í vetur. Það eina skemmtilega við það var að ég fékk að klippa það, en klippingin er mitt uppáhald.

Lokaverkefnið urðum við að massa, enda ekkert búin að skila neitt frábærum verkefnum af okkur allan veturinn. Við lögðum mikinn metnað í það, en við hittumst alveg 3-4 sinnum, sem er persónulegt met hjá hópnum. Ég hef reyndar ekki séð lokaútkomuna, en ég treysti strákunum alveg fyrir að hafa skilað þessu vel af sér. Allavega var mikið talað um að leggja áherslu á einhvern special effects.

Það var sérstök reynsla að hafa verið í vali í vetur sem innihélt eiginlega bara stráka, og þá mikið af strákum sem voru bara að reyna að velja eitthvað auðvelt fag. Það að vinna bara með strákum í hópverkefnum hefur verið svolítið krefjandi. Við vinnum svo ólíkt hlutina. En maður lærði helling um hópsamstarf.

Ég er mjög ánægð með fyrirlestrana sem við vorum látin gera. Þeir voru flestir mjög fróðlegir, en mér fannst ógeðslega gaman að lesa mér til um Bollywood og kynna mér myndirnar þaðan. Ekkert nema jákvætt.

Það eina sem ég er eiginlega ósátt við í þessu námskeiði voru einstaka kvikmyndir sem við sáum í vetur. Myndir eins og heimildarmyndin hans Adolfs Hitler og einhverjar aðrar úr svona kosningum. En það er náttúrulega ekkert nema smekksatriði. Ég hélt að við myndum meira horfa á myndir eins og Fargo, Shawshank redemption, Pulp fiction og Schindlers list. Þetta eru myndir sem ég hef ekki beint séð, nema Fargo. En þar sem Siggi Palli sagði að flestir væru búnir að sjá þær vildi hann frekar sýna okkur eitthvað framúrstefnulegt. Sem er svona eftir á að hyggja, ekkert nema jákvætt. En í guðanna bænum, aldrei sýna þessa Adolf Hitler mynd aftur. Jesús.

Í heildina séð, frábært námskeið. Ég hafði mjög gaman af og er mjög fegin að hafa valið þetta. Samt eiginlega ekki þessa dagana, það er svo viðbjóðslega mikið lesefni fyrir þetta stúdentspróf að ég er að kafna. Bjóst ekki alveg við þessu. En jújú, það getur ekkert verið auðvelt í henni MR.

Tuesday, April 14, 2009

The Holiday.

Hafið þið einhverntíma séð mynd sem ykkur tekst að horfa á að minnsta kosti tvisvar á ári án þess að verða leiður á henni? Það hef ég. Hún heitir The Holiday og kom út árið 2006. Hún skartar þeim annars frábæru leikurum Jude Law, Cameron Diaz, Kate Winslet og Jack Black. Ég var ekki viss með Jack Black sem leikara í mjög rómantískri gamanmynd, en hann sannaði sig strákurinn. Ég hélt að honum tækist ekki að púlla þetta, en jú. Fyndið hvað maður er búin að setja alla leikara í vissa flokka og heldur að þeim takist ekki að leika í neinum öðrum.

En nóg um það.




Myndin gerist bæði í Englandi og Bandaríkjunum og fjallar um tvær vansælar konur um þrítugt. Amanda er bandarísk, býr í L.A. og hefur að því er virðist allan pakkann. Hún á heitan kærasta, geðveikt hús og frábæran feril. En eftir að hann heldur framhjá henni rétt fyrir jólin ákveður hún að nú sé komið nóg. Hún ákveður að fara í frí.

Hún fer á internetið og endar í tölvuspjalli við konu á Englandi, en þær ákveða að skiptast á húsum yfir hátíðarnar. Iris vinnur á dagblaði og hefur verið innilega ástfangin af kollega sínum, Jasper, sem ákvað að trúlofa sig annarri konu rétt fyrir jól. Svo hún tekur þá afdrifaríku ákvörðun að koma sér undan öllu ruglinu og fara í frí.

Þegar þær eru búnar að skipta um hús og komnar á sitt hvora heimsálfuna, aftur, þá byrjar gamanið. Tvær vansælar konur kynnast tveimur frábærum mönnum og á nokkrum dögum hafa þær gert upp fortíðina og á gamlárskvöld eru allir orðnir ánægðir aftur.

Það er eitthvað við þessa mynd sem gerir hana bara svo fallega. Auðvitað eru svona rómantískar gamanmyndir verstu óvinir miðaldra kvenna, því þær gefa þeim vonir um að einhverntíma gæti þetta gerst fyrir þig líka. Þessi von selur, og þessi mynd er frábær. The Holiday er, ásamt Notebook og Titanic, án efa ein besta ástarmynd sem hefur komið út lengi.

Adams family values.

Það er alveg makalaust hvað maður er tregur við að blogga hérna stundum. Alltaf eftir að maður horfir á nýja mynd hugsar maður með sér: "Nei, en frábært tækifæri til að blogga fyrir kvikmyndagerð" ... En svo verður sjaldan neitt úr því. Miðað við hvað ég er búin að horfa á viðbjóðslega mikið af myndum upp á síðkastið verð ég að fara að blogga um það.

Um páskana var mikið gert í því að horfa á gamlar vídjóspólur heima hjá foreldrunum. Allt var betra en íslenskan, ehh. Þar rakst ég á hina glimrandi góðu mynd, Adams family. Þessa gat maður horft á aftur og aftur á vissu tímabili í lífi manns. Ójá.




Myndin fjallar um Adams fjölskylduna sem er, hryllileg. Þau hafa brenglað fegurðarskyn miðað við okkur nútímamennina og mætti jafnvel segja að myndin hallaðist í átt að töfraraunsæi. Hlutirnir eru raunverulegir á yfirborðinu, en undir niðri kraumar eitthvað yfirnáttúrulegt. Til dæmis virðist uncle Fester ekki geta dáið eins og venjulegt fólk. Minnir mig á það, ég á alltaf eftir að sjá fyrri myndina. But eníhá.

Söguþráðurinn gengur út á það að raðmorðingi smyglar sér inn í Adams fjölskylduna og þykist vera barnfóstra barnanna. Hennar raunverulega tilefni er þó að giftast uncle Fester, þar sem hann er viðbjóðslega ríkur, drepa hann svo og hirða alla peningana. Eins og hún hefur gert reglulega og lögreglan er á eftir henni.

Á meðan, innan Adams fjölskyldunnar, hefur nýtt barn bæst í hóp systkinanna og eldri börnin eru afbrýðissöm. Þau gera hinar ýmsu tilraunir til að drepa nýja systkinið og eru í kjölfarið send í sumarbúðir. En þessar sumarbúðir eru sko fyrir GLAÐA krakka. Wednesday og Pugsley eru ekki beint glaðir krakkar með sína ofur-hvítu húð og drungalegan klæðnað. Þau lenda upp á móti krökkunum í sumarbúðunum ... En á meðan heima hjá þeim ...

Er barnfóstran/raðmorðinginn hún Debbie búin að krækja sér í næsta eiginmann sinn og eftir brúðkaupið byrjar hún strax að reyna að drepa hann. Það ætlar ekki að takast og þá flytur hún með hann í úthverfi í Bandaríkjunum og lifir ameríska draumnum. Kaupir á hann hárkollu og allt. Gomez bróður hans lýst ekkert á blikuna og reynir að siga löggunni á Debbie.




Á meðan Adams krakkarnir í sumarbúðunum enda á að gjöreyðileggja lokahátíðina og söngleikinn þar á bæ reynir Debbie að sprengja hús þeirra Festers í loft upp. En hann lifir, og hún verður pirruð.

Í lokaatriðinu er öll fjölskyldan samankomin í Adams fjölskylduhúsinu eftir að krakkarnir struku úr sumarbúðum og Debbie hyggst drepa þau öll. En þá á einhvern undraverðan hátt tekst vélmenninu sem leikur litla barnið að bjarga öllum með fallbyssukúlu og loftvogsafli. Nei, ég veit ekkert um það.

En já. Debbie deyr, og Adams fjölskyldan lifir hamingjusöm til æviloka.

Mjög góð mynd síðan 1993. Öll umgjörð, búningar, leikur, þetta smellpassar allt saman og gerir áhorfendanum ekki erfitt fyrir að líka þetta.

Monday, March 30, 2009

Mall cop.




Í tilefni af því að veðrið var brjálað á Kjalarnesinu og leiðum lokað milli Akraness og Reykjavíkur, þá fékk ég gest. Gestinum langaði í bíó. Ég var til. Gestinum langaði á Mall cop. Ég var ... efins, en ákvað svo að slá til. Ég hafði engar væntingar. Hélt að þetta væri bara enn ein fjöldaframleidd gamanmyndin frá Hollywood þar sem einu fyndnu atriði myndarinnar eru sýnd í treilernum. Svo var alveg ekki. Samt pínu.

Þegar ég settist niður í bíó sá ég að myndin var framleidd af Happy Gilmore fyrirtækinu sem Adam Sandler á. Ég hef ekki mikið álit á honum sem leikara, og síðasta myndin sem hann framleiddi, House Bunny, fékk ekki góða dóma. Þá fór ég að efast stórlega um þessa mynd.

Myndin fjallar um Paul Blart, einstæðan faðir sem býr ennþá hjá móður sinni og vinnur sem öryggisvörður í verslunarmiðstöð í Bandaríkjunum. Hann á sér draum um að verða lögreglumaður einn daginn og hefur reynt við prófið 8 sinnum, en fellur alltaf á því vegna blóðsykursskorts. Persónan er leikin af King of Queens gaurnum, sem er náttúrulega með nokkur aukakíló og er mikið strítt út á það.

Myndin er mjög lengi að byrja, en við fáum að sjá mjög mikinn "forleik" að aðalsögu myndarinnar. Við fáum að sjá hversu sorglegt líf Pauls er. Hann tekur starfi sínu alvarlega og hefur ekki átt kærustu lengi. Dóttir hans er alltaf að hvetja pabba sinn að koma sér út á markaðinn, og jafn ótrúverðuga persónu og hana hef ég sjaldan séð. Sokkur hefði kannski staðið sig betur. Paul borðar sorgir sínar og gerir ekki annað en að fitna.

Svo allt í einu kynnist hann stelpu í verslunarmiðstöðinni, Amy. Hann verður skotinn, en klúðrar öllu á staffadjammi með að verða of fullur og gerir sig að fífli. En svo ...

Allt í einu, eitt kvöldið, er verslunarmiðstöðin tekin yfir af glæpamönnum sem ætla að ræna kreditkortaupplýsingum úr öllum búðunum. Þeir héldu að þetta yrði auðvelt, en þeirra eina hindrun er feiti og misheppnaði öryggisvörðurinn sem endar á að sanna sig og bla bla bla. Sama gamla sagan. Við höfum öll séð þessa mynd, bara með öðrum persónum og í öðru umhverfi. En alltaf það sama.

Eitt fannst mér samt skrýtið við þessa mynd. Mér fannst hún vera rosalega löng, þrátt fyrir að hún sé bara 90 mínútur. Það er eitthvað við þessa mynd sem gerir hana svona langa. Hún er lengi að byrja, mikið af tilgangslausum atriðum og misheppnuðum bröndurum sem koma söguþræðinum lítið við. Gerir hana lengri fyrir vikið einhvernveginn.

Ekki misskilja mig, myndin var alveg hin ágætasta skemmtun. Stundum er maður einfaldlega bara í stuði fyrir heilalausar myndir þar sem maður þarf ekkert að hugsa og getur hlegið aðeins. Þessi fer beint í þann flokkinn. Það er engin óskar á leiðinni, en samt, alveg bara ágæt.

Thursday, March 19, 2009

Antwone Fisher




Þegar ég var í flugvélinni á leiðinni til útlandsins tók ég eftir því að Icelandair er farið að bjóða upp á ný sæti með persónulegu sjónvarpi fyrir framan hvern og einn. Þar inná var hægt að horfa á bíómyndir og þætti og hvaðeina. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og fór að skoða úrvalið. Það var slæmt. Aðeins um 10 bíómyndir og kannski 6 þættir. Ég valdi myndina Antwone Fisher. Sá kannski svolítið eftir því þegar maður táraðist í lokin, enda fáránlegt að fara að tárast í flugvél. Þrátt fyrir mikla ókyrrð í lofti.

En jæja. Myndin var rosalega góð, enda Denzel Washington að leika í henni. Hann svíkur nú engann. Myndin er sannsöguleg. Það er það sem er svo rosalegt við hana. Þetta gerðist allt í alvöru.

Myndin fjallar um Antwone Fisher, sem er rétt skriðinn yfir tvítugt þegar við kynnumst honum. Hann er í bandaríska flotanum. Hans vandamál er skapið, en hann lendir oft í slagsmálum við félaga sína út af engu. Hann er sendur til sálfræðings á vegum hersins. Í fyrstu neitar hann að tala við sálfræðinginn og situr bara í fleiri tíma. Svo loksins fer hann að tala.

Í ljós kemur að Antwone átti ömurlega æsku. Pabbi hans dó áður en hann fæddist, og mamma hans átti hann þegar hún sat inni í fangelsi fyrir eiturlyfjabrot. Hann fór því beint á eitthvað munaðarleysingjahæli og beið eftir að mamma hans losnaði úr fangelsi og næði í hann. Það gerði hún aldrei. Hann lenti svo hjá ömurlegustu fósturfjölskyldu sem þú getur hugsað þér. Fósturpabbi hans var rosalega trúaður prestur. Fósturmamma hans beitti hann mjög miklu ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu. Hún hótaði honum í sífellu og kallaði hann alltaf bara niggah, aldrei Antwone. Fóstursystir hans nauðgaði honum. Mikið lagt á eitt lítið kríli.

Þegar Antwone var um 16 ára fór hann. Hann hafði fengið nóg. Hann bjó á götunni tímabundið og fékk engan mat. Þá leitaði hann til eina vinar síns. Hann gaf honum að borða og sagði að hann mætti búa hjá sér. En svo fóru þeir saman út í búð og allt í einu dregur hann upp byssu, en búðarmanninum tekst að drepa hann fyrst. Svo Antwone átti enga vini eftir.

Hann labbaði þá og ferðaðist langa leið þangað til hann gekk í bandaríska flotann. Þar var hann enn, að tala við sálfræðing. Sálfræðingurinn ráðlagði honum að finna sína raunverulegu fjölskyldu til þess að fá svör við þeim spurningum sem á hann sóttu. Af hverju hafði mamma hans ekki komið og náð í hann?

Antwone tekur þá ákvörðun að fara aftur á æskustöðvarnar og leita. Hann tekur kærustuna með. Eftir mikla leit og sársauka finnur hans loks bæði móður sína og föðurfjölskyldu. Móðir hans er mjög sorgleg. Býr í einhverri skítaíbúð og gefur honum engin svör. Verður honum ekkert nema vonbrigði. En föðurfjölskyldan tekur honum opnum örmum og þá finnur hann loksins hvað hann er elskaður og veit hverja hann á að í veröldinni.

Rosalegt drama. Mjög tilfinningaþrungin. Mjög góð.

Confessions of a Shopaholic.




Myndin er byggð á bók. Kemur á óvart. Í rauninni hafa verið gefnar út alveg milli 5 og 10 bækur um Rebeccu Bloomwood. Það er shopaholic-serían. Frekar vinsæll bókaflokkur í Eymundsson í dag, og hefur verið í nokkur ár. Þessi mynd er byggð á fyrstu bókinni, að sjálfsögðu.

Söguþráðurinn er frekar einfaldur. Rebecca Bloomwood átti frekar fátæka foreldra þegar hún var að alast upp. Þau voru alltaf að spara og hún fékk aldrei neitt af því flotta dóti sem aðrar stelpur í skólanum áttu.

Þegar Rebecca flytur til New York missir hún sig í búðunum. Hún vinnur á garðyrkjutímariti og býr inni á vinkonu sinni. Hún hefur ekki efni á að borga henni leigu, því hún er jú skítblönk. Hún hefur eytt öllum sínum peningum í föt, skó og töskur. Hún er með þvílíkar skuldir á bakinu og innheimtumenn eru á eftir henni.

Þegar henni er sagt upp á garðyrkjutímaritinu vegna gjaldþrots fyrirtækisins veit hún ekki hvað hún á að gera. Hún þarf jú á peningunum að halda. Þá sækir hún um á tískutímariti, en fær ekki. Hún fær þá óvart vinnu á tímariti sem fjallar um fjármál og sparnað. Frekar kaldhæðnislegt miðað við hennar eigin fjárhag.

Hún byrjar að skrifa greinar í blaðið og verður allt í einu rosalega virtur greinahöfundur. Mér finnst það í raun gerast á of skömmum tíma í myndinni að það er algjörlega ótrúverðugt. Það verður enginn frægur um öll Bandaríkin á að skrifa eina skítna grein í tímarit, sama hversu góð sú grein er.

En jæja. Auðvitað fléttast ást inní þessa mynd, enda ekki við öðru að búast með stelpumynd. Hún og ritstjórinn fella hugi saman. En ekki varði það lengi ...

Upp kemst um skuldir Rebeccu á endanum og það er víst alveg rooosalegt hneyksli, og ritstjórinn trúir því ekki hvernig hún gat gert honum þetta. Mér fannst það eiginlega stór galli á myndinni hversu "smávægilegt" dramað var. Mér fannst ekki nógu mikil ástæða fyrir allri þessari óvild og tilfinningastríði. Vá, hún skuldaði pening. Ótrúlegt.

Hún nær svo að borga allar skuldirnar til baka með því að selja öll þessi föt og drasl sem hún hafði keypt í gegn um tíðina. Og ritstjórinn tekur hana aftur.

Ég verð að segja ... vonbrigði. Alveg gaman að þessari mynd, en hún stóðst ekki undir væntingum. Fannst allt floppa einhvernveginn. Allt of mikill stígandi miðað við "hápunktinn" og bara ... ekkert sérstaklega frábær mynd. Því miður.

He's just not that into you.




He's just not that into you er bók. Svo varð það bíómynd. Það er meirasegja búið að þýða bókina yfir á íslensku. Hann er ekki nógu skotinn í þér.

Ég fór á myndina með Ylfu vinkonu minni sem náði að hella yfir mig hálfum lítra af kóki í hléi. Ég hafði rosalegar væntingar til myndarinnar, enda skartar myndin rosalegu leikaraúrvali. Ég var ekkert svo hrifin af myndinni fyrir hlé, enda var ég að sálast úr hungri og var alltaf að líta á klukkuna hvenær kæmi nú hlé. Ég þráði nachos. Myndin er alveg í lengri kantinum miðað við chickflick.

En söguþráðurinn er skemmtilegur. Hann samantvinnar sögu margra kvenna, sem tengjast allar á einhvern hátt. Það virkar líka fínt að sýna svona brot úr lífi þeirra allra. Kemur vel út. Held það sé best að segja sögu hverrar konu til að söguþráðurinn skili sér.

Gigi (Ginnifer Goodwin)
Er persónan sem myndin snýst eiginlega aðallega um. Hún á í miklum erfiðleikum með að finna þann rétta, eða bara deita yfirhöfuð, því hún er of áköf í að lesa of mikið úr öllum aðstæðum. Eftir að einhver strákurinn hefur ekki hringt í viku síðan stefnumótið var fer hún á bar sem hann segist hanga oft á. Hann er ekki þar, en barþjónninn, Alex, er vinur hans og byrjar að spjalla við hana. Hann segir henni hinn heilaga sannleik um karlmenn. Ef hann hringir ekki hefur hann ekki áhuga. Ef hann vill ekki koma upp í íbúðina þína þegar þú býður honum það eftir stefnumót hefur hann ekki áhuga. Það þarf ekkert að lesa neitt í það sem karlmenn segja, og af hverju þeir sögðu það. Þeir bara sögðu það. Gigi trúir ekki sínum eigin eyrum. Þessi sannleikur hefur breytt lífi hennar. Eftir þetta segir hún öllum vinkonum sínum þetta. Næstu skipti sem hún er á deiti hringir hún í Alex til að fá ráð um það hvort karlmaðurinn hafi áhuga eða ekki. Með þeim þróast vinátta. En aftur fer Gigi að lesa of mikið í hegðun karlmanna og fer að halda að Alex sé hrifinn af sér. Hann reynist ekki vera það og þau lenda í miklu rifrildi og hætta að tala saman. Svo áttar Alex sig á því að hún sé virkilega sú eina rétta fyrir hann og hamingjusamur endir hjá Gigi greyinu.

Janine (Jennifer Connelly)
Er gift Ben, og hefur verið í mörg ár. Þau hafa deitað síðan í menntaskóla. Þau eru bara gift af því hún gaf honum úrslitakosti. Annaðhvort giftu þau sig eða hættu saman. Þau eru nýbúin að kaupa hús saman og eru að gera það upp. Svo byrjar Ben að halda framhjá henni. Hann segir henni það. Hún vill bjarga hjónabandinu. Það gengur ekki upp og í lok myndarinnar er hún orðin einsömul. Ekki góður endir hjá Janine.

Beth (Jennifer Aniston)
Er í sambúð með Neil, og hefur verið síðustu 7 árin. Þau eru mjög hamingjusöm og samheldin. Eina vandamálið er það að hún vill gifta sig, enda eru allar systur hennar búnar að því, en Neil trúir ekki á hjónabandið. Eftir að Gigi sem vinnur með henni segir henni hinn heilaga sannleik veit hún að Neil á aldrei eftir að skipta um skoðun. Hún fer heim þann dag og slítur sambandinu. Neil flytur út. Svo þegar pabbi Beth hefur fengið hjartaáfall og hún hugsar um hann sýnir Neil fram á það hversu frábær hann er og þau ákveða að byrja aftur saman. Svo þegar Beth er að ganga frá buxunum hans Neil eitt kvöldið finnur hún hring í vasanum og hann biður hennar. How cute.

Anna (Scarlett Johansson)
Er jógakennari og söngkona. Hún rekst á mann úti í búð eitt kvöldið. Ben, eiginmann Janine. Þau enda á því að eiga í framhjáhaldi og hún heldur alltaf í vonina um að hann eigi eftir að hætta með konunni sinni og byrja með henni, enda passa þau fullkomnlega saman. Raunin verður önnur og í lok myndarinnar ákveður Anna að hætta að deita neinn í bili.

Mary (Drew Barrymore)
Er vinkona Önnu og á í erfiðleikum með karlmenn. Hún kynnist þeim bara í gegn um netið og hittir þá oftast ekki í veruleikanum. En svo finnur hún ástina á endanum þegar hún þorir virkilega að ganga upp að manni og tala við hann í raunveruleikanum.

Svo sumar fá happy ending, aðrar ekki. En heillaráð Gigi til okkar sem horfa á myndina í lokin er það að leiðin að hamingjunni sé ekki með því að finna einhvern annan, heldur að finna sjálfan sig. Vúhú.

Þessi mynd fékk svona semí dóma. Hún var ekkert geðveik. Ég fór kannski inn með of miklar væntingar. Hún var mjög hugljúf og mikil viska í henni. Maður fór jafnvel að hlæja stundum. En hún sló ekki beint í gegn. Þótt bókin hafi kannski gert það er það ekki raunin með kvikmyndina. Bara því miður.

Wednesday, March 11, 2009

Mænd der hader kvinder.

Ég er stödd í Danmörku, og okkur systkinunum fannst tilvalið að skella okkur á danskt bíóhús saman. Enda sá ég að Danirnir væru að sýna myndina Mænd der hader kvinder. Ég las að sjálfsögðu bókina Karlar sem hata konur í byrjun vetrar og fannst hún rosaleg. Því gat ég bara ekki sleppt því að sjá þetta á hvíta tjaldinu. Reyndar áttaði ég mig á því þegar við vorum sest inn í Imperial kvikmyndahúsið að ég væri að fara að sjá sænska mynd með dönskum texta. Engin enska og engin íslenska ... En það reddaðist að sjálfsögðu. Maður er svo fær á þessum sviðum.

Höfundurinn Stieg Larsson skrifaði Mander som hatar kvinnor og myndin var byggð á bókinni. Ég tók alveg eftir breytingum frá bókinni, enda er aldrei hægt að gera mynd nákvæmlega eftir bókinni.


Þetta er norræna útlitið á myndinni. Hér sjáum við Mikael Blómkvist og emó barnið Lisbeth.

Ég verð að segja, að ég hef aldrei séð jafn góða norræna spennumynd. Þeir náðu að gera þetta alveg rosalega vel. Meiraðsegja bróðir minn viðurkenndi að þetta hefði verið ógeðslega góð mynd, en ég þurfti að hafa mig alla við að draga hann á sænska mynd. Ég stökk til í sætinu, var gróflega misboðið og allt þar á milli. Munurinn á þessari mynd og öðrum spennumyndum, þá bandarískum, er sá að höfundar þessarar myndar hafa greinilega viljað hafa hana raunverulega. Það var ekki leitast við að hlífa áhorfendanum mikið fyrir þeim ofbeldisfullu nauðgunum sem voru nokkrum sinnum í myndinni, eða tilfinningastríði persónanna. Í raun var lagt mikla áhersla á það.

Myndin fjallar sem sagt um Mikael Blómkvist, blaðamann sem hefur verið dæmdur fyrir meinyrði, en hann skrifaði grein um spillingu einhvers auðjöfursins. Hann er að segja sannleikann, en auðjöfrinum tekst að láta Blómkvist líta út sem vonda kallinn. En myndin fjallar ekki um það mál, heldur fjallar hún um næsta kafla í lífi Blómkvists.

Gamall maður, einnig auðjöfur, hefur samband við Blómkvist og vill hjálp hans við að leysa gamla fjölskylduleyndarmálið. Árið 1966 hvarf bróðurdóttir hans sporlaust og hefur ekki sést í 40 ár. Öll þessi ár hefur gamli maðurinn leitast við að leysa málið, en ekkert gengið. Hann býr á eyju í Svíþjóð og einungis ættingjar eru grunaðir. Blómkvist til hjálpar kemur svo einhver rosalega gáfaður tölvuhakkari, en það er emó barnið Lisbeth Salander. Hún er fremur ógeðsleg í útliti, en hún er með tattú, hringi og göt út um allt, með rakað hár og í skuggalegum fötum. Hún er persóna sem á sjúka barnæsku, og frekar ömurlegt líf. Það eru mjög margar tökur þar sem hún situr og reykir og hugsar út í eitt.

Málið allavega æxlast þannig að það leysist og sumir deyja en aðrir lifa. Vil ekki skemma fyrir ykkur, því þessi mynd á pottþétt eftir að koma á ísland bráðum, og þá verðið þið að sjá þessa tímamótamynd. Fyrstu norrænu spennumyndina sem er virkilega góð ...

Wednesday, February 25, 2009

Taken.



Ég og bróðir minn ákváðum að fara í bíó á Yes man um jólin, enda góð stemming fyrir gamanmynd. En nei, svo ákvað vinur hans að koma með og vildi endilega sjá Taken. Ég hugsaði með mér hvurslags djöfulsins slagsmála-hasar-ógeðismynd þetta væri. En svo nennti ég ekki að vera stelpan í þessu combo-i og ákvað að samþykkja valið. Vá hvað ég sá ekki eftir því.

Ég hef sjaldan séð jafn frábærar hasarmyndir. Þetta er eiginlega skylduáhorf. Ekki bara vegna þess hversu góð hún er, heldur líka vegna þess að hún opnar augu manns fyrir hættunum sem gera leynst þarna úti í hinum stóra heimi. Þannig, ef þú ætlar í interrail næsta sumar, ekki dirfast að tala við ókunnuga. Þeir gætu viljað selja þig í vændi.

Við byrjum myndina á föðurnum, Bryan Mills, og hans tilbreytingalausu og sorglegu tilveru. Hann er fyrrverandi leyniþjónustumaður og kann til verka, en hann er nýfarinn á eftirlaun til þess að gera eytt tíma með dóttur sinni. Bryan er fráskilinn og konan hans Lorie giftist aftur og það milljónamæringi. Lorie er ekki sátt við Bryan og hann fær því sjaldan að hitta dóttur sína sem er 17 ára.

Í byrjun myndarinnar ákveður Bryan að sinna smá lífvarðaverkefni fyrir vin sinn. Þeir eiga að passa upp á einhverja poppstjörnu sem er svona Britney Spears gella. Það reynir einhver að drepa hana og Bryan bjargar henni. Hún verður rosalega þakklát og þetta er mikilvægt atriði fyrir lok myndarinnar.




En já. Dóttir Bryan, Kim, vill hitta hann í hádegismat og tekur mömmu sína með sér. Þar reynir Kim að fá leyfi frá pabba sínum til að geta farið til Frakklands og dvalið þar yfir sumarin. Þar sem Bryan veit um allar hætturnar sem geta leynst fyrir svona ungar stelpur í útlöndum harðneitar hann fyrst. Kim verður mjög sár og grætur og grætur. Bryan er þá í svolítilli klípu. Hann vill auðvitað reyna að gera allt til að gera dóttur sína hamingjusama og leika góða pabbann, en um leið veit hann af þeim hættum sem leynast úti í hinum stóra heimi. Að lokum samþykkir hann að hún megi fara en setur henni samt rosalegar reglur um að hún verði t.d. alltaf að hringja reglulega og þess háttar.

Eftir að Kim og Amanda vinkona hennar eru lentar í Frakklandi rekast þær á strák sem er voðalega næs og svona. Hann býður þeim að taka leigubíl með sér og nær að spjalla aðeins við þær, til dæmis um það hvar þær dvelja og hvort það sé einhver með þeim og þess háttar. Þegar þær eru komnar í íbúðina blastar Amanda græjunum í botn og þær eru einar heima. Kim fer þá afsíðis og hringir í pabba sinn. Á meðan hún talar við hann sér hún og heyrir að það hafa menn brotist inn og tekið Amöndu. Þeir taka Kim líka á meðan hún er ennþá í símanum að tala við pabba sinn.

Bryan setur sér það markmið að endurheimta dóttur sína úr höndum þessarra manna, sem stunda skipulags mansal. Eitt svalasta atriðið sem ég hef séð á ævinni er þegar Bryan talar við einn glæpamannanna í síma og segir eitthvað á þessa leið með ofurdjúpri og töffaralegri röddu:

,, I don't know who you are, bit I will find you, and I will kill you. "

Sem hann og gerir á endanum.

Myndin er hröð og spennandi og hefur allt sem góð hasarmynd þarf til að bera. En hún er samt ekki eins og þessar venjulegu hasarmyndir sem fjalla um að einn maður þarf að bjarga heiminum frá atómsprengju ungverskra hryðjuverkasamtaka, heldur hefur þetta dýpri söguþráð.

Vegna þess að við fáum svona mikla forsögu af sambandi Bryan og Kim getum við tengt okkur meira inn í myndina og hún snertir okkur meira.

Mjög góð mynd.

Wednesday, February 18, 2009

Rang de Basanti.




Rang de Basanti, eða A generation awakens, er Bollywood mynd. Ég horfði á hana svona í djóki. Ég ætlaði að reyna að leggja mig og hélt að þetta væri fullkomið myndefni til að sofna út frá. Í rauninni sofnaði ég ekki ... samt var myndin 3 klukkutímar. Þessir Indverjar kunna ekki alveg að setja mörkin. Gerði samt ekkert til svo sem ...

Söguþráðurinn er á þá leið að breskur kvikmyndagerðamaður er að ströggla í London. Hún er undir þrítugu, hvít og ljóshærð. Hún á gamla dagbók sem afi hennar skrifaði þegar hann var hershöfðingi í breska hernum, staðsettur í Indlandi. Enda stjórnuðu Bretar eitt sinn Indlandi. Dagbókin var skrifuð um 1920-1930 og hún, Sue, reynir að fá fyrirtækið sem hún vinnur hjá til að gera mynd úr henni. Hún hefur sjálf skrifað handritið og lært hindú.

Fyrirtækið neitar henni, svo hún hættir og fer ein til Indlands til þess að gera heimildarmyndina sem hún hafði alltaf þráð að gera. Hún finnur leikara og Sonia vinkona hennar hjálpar henni. Strákarnir sem leika aðalhlutverkin, og verða svo bestu vinir hennar heita Laxman, Ajaj, Karan, Aslam, Sukhi og Daljeet sem kallar sig alltaf DJ. Þeir eru rosalega uppátækjasamir og fyndnir og Sue á erfitt með að hemja þá og taka verkefnið alvarlega. Á endanum nær hún til þeirra, enda er þetta rosaleg saga sem hún er að kvikmynda.

Í raun er þessi bíómynd 2 myndir. Myndin sem Sue er að gera, og mynd sem sýnir okkur hvað Sue og krakkarnir eru að gera.

Myndin sem Sue er að gera segir frá afa hennar, Simon, sem er yfirmaður breska hersins í Indlandi eins og ég hef áður sagt. Dag einn tekur einhvern óþekktur hópur manna málin í sínar hendur, komnir með nóg af spillingunni og kúguninni sem fylgir því að hafa útlenska stjórn yfir landinu. Þessi hópur drepur embættismenn og ég veit ekki hvað og hvað. Þeir gera þetta allt í nafni frelsis þjóðar sinnar og hika ekki að deyja fyrir málstaðinn. Þeir náðust, voru pyntaðir í 114 daga og loks drepnir. Rosaleg barátta í þeim.

Eftir að þau klára myndina eiga krakkarnir margar samræður sín á milli um það hversu mikil spilling er nú í landinu þeirra. Enda eru stjórnvöld á Indlandi ekkert nema spillingin ein. Þeir ríku kaupa lögregluna og allt í landinu snýst um peninga, ekki gæði.



Frá vinstri: Kanan, DJ, Ajaj, Sonia, Amal og Sukhi.

Það er ekki fyrr en Ajaj deyr í flugslysi sem krakkarnir taka málin í sínar hendur, líkt og persónurnar úr dagbókinni gömlu. Ajaj er hermaður, og er einnig trúlofaður Soniu. Hann er flughermaður og einn daginn bilar flugvélin hans. Þetta gerist btw þegar það eru meira en 90 mínútur liðnar af myndinni. En já. Flugvélin sem sagt bilar og í stað þess að lenda á borg og skjóta sjálfum sér út í fallhlíf, þá stýrir hann vélinni út að engi og brennur inni í vélinni.

Krakkarnir eru í rusli yfir þessu og sérstaklega Sonia auðvitað. Þá kemur það í umræðuna í samfélaginu að þetta sé yfir hundraðasta flugvélin sem ferst og allir eru brjálaðir úr í varnamálaráðherra landsins fyrir að láta hermennina fljúga ónýtum vélum. Ráðherran ásakar Ajaj bara fyrir að vera ömurlegur flugmaður, það sé ekkert að ríkinu.

Krakkarnir verða brjálaðir og fara út og mótmæla friðsamlega. Þau setjast á einhvern stað með kerti og mynd af Ajaj með fullt af öðru fólki. Mætir þá ekki bara lögreglan með rosalegar kylfur og lemur alla í sundur og saman. Móðir Ajaj lendir inná spítala, nær dauða en lífi.

Þá ákveða krakkarnir að gera eins og áður, fylgja dæmi mannanna úr dagbókinni. Strákarnir drepa varnamálaráðherran. Þeir fara svo í útvarpshúsið, læsa það af og koma með yfirlýsingar yfir þjóðina. Þeir segja að nú sé nóg komið af spillingu, fólkið verði að fara að gera eitthvað. Þeir eru allir myrtir af lögreglunni.

Í enda myndarinnar kemur svo í ljós að hún er tileinkuð þeim 78 flugmönnum sem hafa dáið í alvörunni í Indlandi vegna lélegra flugvéla.

Svo við erum enn að fá staðfestingu á því sem við vitum nú þegar, Indland er krökkt af spillingu.

Myndin var rosaleg áróðursmynd eins og fram hefur komið. Hún var gefin út árið 2006 og hlaut fjölda verðlauna og var tilnefnd til BAFTA. Hún er með 8.1 í einkunn á imbd ...

Í heildina séð, mjög góð mynd. Gaf manni góða sýn inn í svona ... hugsunarhátt og menningu Indverja. Nóg af skemmtilega kjánalegum dansatriðum til að byrja með, enda er myndin lengi að fara af stað og nóg um tilgangslausar senur.

Eitt til dæmis sem mér finnst fáránlegra en allt. Krakkarnir hafa lokið við myndina og fara út í sveit til að fagna. Þá allt í einu biður Ajaj Soniu um að giftast sér og það kemur svona 10 mínútna atriði þar sem þau eru rosalega hamingjusöm í sólarlaginu ... Og þá eru svona ... 80 mínútur búnar af myndinni, eða manni finnst allavega eins og henni eigi að vera lokið. Svo er það sem er fyndnast, er að það var alls ekki búið að byggja þetta 10 mínútna aðdáunar-ástaratriði neitt upp fyrr í myndinni. Jújú, við vissum að Sonia og Ajaj voru að deita, en höfðum aldrei almennilega séð framan í hann eða neitt. Því voru þessar 10 mínútur af væminni indverskri tónlist með þau í sjónræna hlutanum, aaalgjörlega óþarfi.

En annars .. mjög hvetjandi mynd.

Monday, January 26, 2009

Sólskinsdrengur.




Ég man að þegar ég ætlaði að fara á sýninguna klukkan 18 á Sólskinsdrenginn áttaði ég mig á því að farartækinu mínu hafði verið stolið. Hjólið var horfið og ég fór á algjöran bömmer. Því fór ég á sýninguna kl. 20. Þegar myndin byrjaði var ég sjúklega pirruð yfir stolna hjólinu og ekki í góðu skapi. Ég var ekki búin að borða neinn kvöldmat heldur og langaði helst bara að beila á þessu öllu saman.

Svo byrjaði myndin og ég ákvað að þrauka allavega út að hlé.

Ég er mjög veik fyrir öllu sem heitir heimildamynd. Íslenskar heimildarmyndir eru, tjah ... ég myndi kannski ekki segja ömurlegar, en þær skortir eitthvað.

Myndin Sólskinsdrengur var bara hálf-íslensk heimildarmynd. Hún gerist af svo stórum hluta í Bandaríkjunum, jafnvel þótt íslenskur strákur hafi verið aðal umfjöllunarefnið. Ég var hrifin af þessari mynd, þessvegna þraukaði ég út alla myndina. Hún kom mér meirasegja í ágætt skap. Ég man samt að Margrét talaði ekki nógu ... óheflað inn á myndina. Það var eins og hún væri meira að vanda sig að lesa upp af blaði heldur en að tjá sínar skoðanir og tilfinningar.

Myndin fjallar í grófum dráttum um móður sem á einhverft barn á hæsta stigi sem getur ekki einu sinni tjáð sig. Hún gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana og ákveður að ferðast til Bandaríkjanna og reyna að finna lækningu. Við fáum að fylgjast með ferðalagi hennar til að uppgvötva og fá að kynnast 10 ára syni sínum.

Myndin var góð. Kannski ekki algjört möst, en samt góð. Ég viðurkenni að ég hefði aldrei farið á þessa mynd ef ég hefði ekki neyðst til þess, en svona eftir á er ég fegin að hafa séð hana. Ég vissi svo sem ekkert hvað einhverfa var áður en ég sá myndina. Ég gerði mér óljósar hugmyndir um sjúkdóminn og vissi að það væru einstaklingar sem væru í sínum eigin heimi og þoldu illa að vera innan um annað fólk. Töluðu jafnvel ekkert.

Ég vissi að snillingar á borð við Albert Einstein og fleiri hefðu verið einhverfir, svo maður hélt kannski að allir sem væru einhverfir væru með einhverja ofurgáfu. Sem svo sem kom alveg ágætlega í ljós í myndinni.

Þegar Friðrik Þór kom í heimsókn var maður alveg búin að hlakka smá til. Það er ekki á hverjum degi sem maður fær að ræða við einn reyndasta kvikmyndagerðarmann á Íslandi.

Friðrik talaði mun meira um ferilinn að því að gera myndina og um sjúkdóminn sjálfan heldur en kvikmyndahlutann sem síðan fylgdi. Mér fannst það samt mjög fínt. Það er alltaf gaman að heyra fólk tala af ástríðu um það sem það var að gera, og það sem því er hjartfólgið. Við lærum hvort sem er nóg um kvikmyndagerð hjá honum Sigga Palla.

Æji, þetta er frekar ömurleg færsla, ég veit. Mér finnst bara eins og það sé svona ár síðan ég sá þessa mynd og man illa eftir þessu. Tímaskynið hjá manni er orðið svo brenglað ...

"I could never love a human baby as much as I love this brush." - Blades of glory.

Friday, January 23, 2009

Bestu myndirnar 2008.

Þegar ég settist niður og reyndi að muna hvaða myndir mér hefðu fundist bestar á árinu, gat ég ómögulega munað neitt. Það var ekki fyrr en ég sá 50 vinsælustu myndirnar 2008 í myndbönd mánaðarins að þetta rifjaðist allt upp fyrir mér.

Af 50 vinsælustu myndum ársins hafði ég séð 19. Bestu myndirnar 2008 að mínu mati voru:

Twilight

(ímyndið ykkur ljósmynd)

Ég hafði enga trú á þessari mynd, en þegar það var ákveðin staffaferð Eymundsson í bíó gat ég ekki annað en látið sjá mig. Ég hef aldrei farið í bíó á neina mynd með minni væntingar, og komið svona ánægð út. Þessi mynd ... tjah, ég myndi kannski ekki segja breytti lífi mínu, en hún opnaði augu mín fyrir því að rómantík er ekki ömurleg.

Myndin fjallar sem sagt um Bellu sem flytur í afskekktan bæ í austurhluta Bandaríkjanna til pabba síns, en móðir hennar býr í Flórída og var að fá sér nýjan eiginmann. Þegar Bella byrjar í skólanum eignast hún strax vini, en er sjálf mikill einfari að eðlisfari. Hún þráir ekkert heitar en að flytja aftur í sólina í Flórída og er mjög ósátt við hlutskipti sitt.

Það sem Bella ekki veit, er að það býr vampírufjölskylda þarna í bænum og áður en hún veit af verður hún brjálæðislega ástfangin af Edward, strák sem hún hélt að gæti aldrei borið gagnkvæmar tilfinningar til hennar, til þess var hann bara einfaldlega of æðislega myndarlegur.

Eftir að ég sá myndina fór ég beint út í búð og verslaði allar 4 bækurnar og fékk bara slæmt Harry Potter syndrome. Ég gat ekki lagt bækurnar frá mér. Ég var bara hálfnuð með bók nr.2 þegar það kviknaði í öllu, og því er smá bið að ég geti haldið áfram með lesturinn, en trúið mér, ég get ekki beðið eftir að fá bækurnar aftur. Úff, þið verðið að lesa þetta. Jafnvel þótt bækurnar fjalli um vampírur og það er ógeðslega asnalegt ...

Þetta er bara svona týpísk saga um persónu sem maður getur samsamað sig ótrúlega við og er lýst sem venjuleg í útliti og sem einfara. Samt tekst henni að krækja í þennan hrikalega adonnis. Kannski ekkert skrýtið að unglingsstúlkur sækja svona rosalega í þessar bækur. Auðvitað vilja allir eiga vonina um að þetta geti líka komið fyrir sig sjálfan.

Taken

Besta spennumynd ársins, enginn vafi á því.

Kemur sér blogg um þessa sem ég var búin að skrifa inn á tölvuna mína, sem mig vantar hleðslutæki í tímabundið.

Reykjavík Rotterdam

Þessa eru allir í kvikmyndavali búnir að sjá, enda meistaraverk, og þarf varla að kynna frekar. Það eina sem vantaði í þessa mynd til þess að gera hana al-íslenska, var að við myndum sjá kynfærum Hilmis Snæs bregða fyrir. En það var séð um það í Brúðgumanum, svo við þurfum ekki að örvænta neitt, íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur ekkert breyst.

Þessi mynd kemst í topp3 yfir bestu íslensku kvikmyndir sögunnar. Stella í orlofi og Karlakórinn Hekla trjóna þar með henni efst á toppi. Hún er bæði rosalega vel skrifuð, frábær flétta sem gengur upp og úrvalslið leikara. Epík.

Juno

Ég veit ekki alveg hvað það er sem hrífur mann svona rosalega við Juno. Hvort það sé þessi gífurlega kaldhæðni húmor, frumleikinn eða tónlistin. Maður er samt sem áður algjörlega dolfallin yfir henni. Ellen Page leikur unglingsstúlku sem verður ólétt og ákveður að láta ættleiða barnið. Myndin fjallar um það á frekar kómískan hátt hvernig allt þetta ferli er, allt frá því að hún tekur óléttuprófið þangað til hún er búin að eiga barnið. Endirinn er líka æðislegur. Unglingsstelpan og strákurinn sem gerði hana ólétta ná saman á ótrúlegan hátt, og eru bara rosalega krúttileg og hamingjusöm. Manni líður bara eitthvað svo vel í hjartanu eftir þessa mynd að það er alveg ... mmm.

Sex and the City - the movie

Ég átti allar seríurnar, ég átti myndina, ég átti bókina ... ég var algjör aðdáandi. Ef einhver er í vafa um það hvað á að gefa mér í afmælisgjöf, þá þarf hann ekki að leita lengra. Eitt af því sem mér fannst leiðinlegast að missa var þetta litla safn mitt. Allt sem Sarah Jessica Parker leikur í elska ég.

Þessi sérstaki vinahópur, fötin og söguþráðurinn. Allt vinnur þetta saman til þess að gera frábæra mynd að því sem hún er, meistaraverk. Fjórar manneskjur, sem eru ólíkar að öllu leyti geta verið betri vinkonur en margann grunar og í leiðinni kenna þær manni allt um karlmenn, og um leið karlmönnum allt um konur. Það geta allir fundið einhverja samsvörun úr sínu lífi í þessa þætti. Hvort sem það eru slæm sambandsslit, ömurlegur sleiksi eða vandamál í vinnunni.

Það er eins og Siggi Palli segir, einstaklega mikilvægt þegar kemur að bíómyndum, þessi samsvörun.

Forgetting Sarah Marshall

Grínmynd ársins 2008. Ég grét af hlátri í bíó. Viðurkenni fúslega að hún var ekki eins góð þegar maður leigði hana úti á leigu seinna, en samt mjög góð. Brandararnir eru frumlegir. Held ég hafi aldrei séð bíómynd þar sem gert er grín af sambandsslitum, enda ekki oft sem þau eru kómísk, en þetta var rosalegt.

Söngvarinn er skemmtilega siðferðislega rangur og aðalsöguhetjan skemmtilega vonlaus. Þjónninn á hótelinu úr myndinni Superbad er frábær.

Þessi mynd var bara æðisleg.

Ég gat ekki sett neinar myndir inn í þessa færslu vegna þess að ég gerði þetta á Mac tölvu, sem ég hef ekkert vit á. Sorrí gæs ...

Sunday, January 4, 2009

Fucking Åmål.




Myndin Fucking Åmål er 10 ára gömul sænsk mynd um unglingaást. Það er samt sem áður engin venjuleg unglingaást, heldur lesbíu-unglingaást.

Elin er 14 ára og býr með einstæðri móður og eldri systur, Jessicu, sem er 16 ára. Elin hengur alltaf með Jessicu systur sinni og vinum hennar og kemst því oftar í vafasamari aðstæður en krakka á hennar aldri er eðlilegt. Heimilisaðstæður þeirra systra eru ömurlegar. Mamman alltaf skítblönk og hún vinnur á nóttunni svo þær geta valsað um og gert það sem þeim sýnist öllum stundum sólarhringsins. Elin er vinsæl og það gengur það orðspor af henni að hún hafi riðið fullt af gaurum og sé algjör hóra, enda 14 ára. Í raun er Elin hrein mey og hatar lífið og tilveruna í smábænum Åmål. Þar gerist þessi mynd víst. Elin finnst lífið vera "meningslost" og segir oft í myndinni "fucking åmål!".

Agnes er, on the other hand, mun vesælli karakter. Hún er 16 ára og tiltölulega nýflutt í smábæinn Åmål og hefur ekki eignast neina vini enn. Hún þykir sérstök, enda klæðir hún sig ekki eins flott og hinir vinsælu, þ.e.a.s. í fubu göllum og einhverju fleira ógeðslegu, sem siggi palli ætti að kannast við úr sínu ungdæmi. Agnes er sko lesbísk, það efast enginn um það. Hún á hrikalega erfitt, er vinalaus og ástfangin af Elin.

Söguþráðurinn er nokkurn veginn þannig að Agnes á afmæli. Mamma hennar krefst þess að haldið verði partý, enda er dóttirin orðin 16 ára. Agnes á enga vini og getur því ekki boðið neinum. Hinsvegar fréttist það víst í skólanum að það verði partý hjá henni. Enginn ætlar að mæta. Hið sama kvöld er verið að halda partý fyrir vinsælu krakkana heima hjá einhverjum Christian. Elin og Jessica ætla að fara, en þá fá þær fregnir af því að Johan Hult er yfir sig ástfangin af Elin og ætlar að reyna við hana í partýinu. Elin finnst hann ekki heitur og vill þá frekar fara í þetta partý til Agnesar og dregur systur sína með sér. Þegar þær mæta þangað er að sjálfsögðu engin mættur og Agnes á þvílíkt pínlegum bömmer. Jessica manar systur sína upp í það að fara í sleik við Agnesi fyrir pening, enda er slúður að ganga um skólann þess efnis að Agnes sé lesbísk. Elin fer í sleller við Agnesi og svo hlaupa þær systurnar út og í næsta partý, til Christian.

Í partýinu er Elin á þvílíkum bömmer yfir að hafa verið svona leiðinleg við Agnesi á meðan Johan Holt, örugglega einhver óframfærnasti gæi í alheimi, er að reyna við hana. Að lokum gefst hún upp og fer heim til Agnesar til að biðjast afsökunar. Þar er Agnes upptekin við að skera sig á púls undir örlagaþrunginni tónlist og hágrætur það líf sem hún lifir.

Þær ákveða að fara út og enda í öðrum sleik, sem tjah ... var heldur vandræðalegur. Ekki flottur svona bíómyndakoss. En jæja. Þær ákveða að vera í bandi.




En daginn eftir veit Elin ekki hvað hún var að hugsa og þykist vera ógeðslega hrifin af Johan Hult. Þessar tilfinningar sem hún er að upplifa í garð einhverrar gellu, eru að sjálfsögðu rangar og hvað ætli þjóðfélagið hugsi.

Þannig að hún hundsar Agnesi algjörlega og byrjar með Johan Hult, sem er btw 17 ára kappi. Agnes verður brjáluð út í Elinu og slær hana meiraðsegja utanundir í skólanum. Elin missir meydóminn með Johan Hult, en stuttu eftir það hættir hún með honum, enda er hann einhver óframfærnasti og skoðanalausasti gaur sem hægt er að finna.

Síðasta atriði myndarinnar er mjög táknrænt. Elin dregur Agnesi með sér inn á kvennaklósett og læsir á eftir þeim. Þar inni játa þær ást sína á hvor annarri, Elin blaðrar út í eitt eins og hennar persónu er lagið en Agnes er svo klökk af hamingju að hún er einungis fær um að kinka kolli. Vinkona Elinar vill komast á klósettið en þegar Elin vill ekki hleypa henni inn heldur vinkonan að hún sé með strák þarna inni og byrjar að hrópa og kalla. Á endanum er stór múgur fyrir utan dyrnar sem biður Elinu um að opna. Þá kemur að sjálfsögðu Johan og allir halda að Elin sé þarna inni með nýjum strák. Þá verður hann alveg eyðilagður greyið, enda er hann yfir sig ástfanginn af þessari 14 ára lesbíu.

Á endanum neyðist Elin til að opna dyrnar og "koma út". Þegar hún kemur út með annarri stelpu verða allir orðlausir og Elin tilkynnir öllum að færa sig frá, þetta sé nýja kærastan hennar og þær séu farnar að ríða. Þeir eru ekkert að skafa utan af hlutunum þessir svíar. Onei.

Myndin í heild sinni var ... sérstök, og gaman að henni. Maður gat samsvarað sig persónunum á vissan hátt, enda getur titillinn fucking Åmål alveg eins verið fucking Akranes. Þó ég hafi kannski aldrei upplifað það að þurfa að skera mig við undirleik sinfóníuhljómsveitar vegna þess að ég var með svo miklar lesbískar kreivíngs, þá skil ég alveg þennan biturleika sem smábæjarlíf vill setja á unglingana. Það að hafa aldrei neitt að gera, og vera tilbúin að gera hvað sem er fyrir smá tilbreytingu í lífið. En þúst, fín mynd.

Åmålið maður, klikkar aldrei.

Sunday, November 30, 2008

Prinsessan og durtarnir.

Teiknimyndin Prinsessan og durtarnir fjallar eins og nafnið gefur til kynna, um prinsessu og durta.

Prinsessan Írena býr í höllinni og á enga móður. Faðir hennar er alltaf í burtu að hugsa um ríkið sitt. Þess vegna hefur Írena litla, sem er á að giska 9-11 ára, barnapíuna Úllu.

Dag einn fer Írena að leika sér í skóginum hjá höllinni og felur sig fyrir Úllu sem leitar af henni lengi. Írena verður úti alveg þangað til það verður dimmt og þá villist hún. Allskyns furðukvikindi birtast í skóginum og hún verður skíthrædd, fer upp við tré í fósturstellinguna og byrjar að gráta. Kötturinn hennar, Gosi, getur ekkert hjálpað henni.

En þá allt í einu heyrist söngur í fjarska og við sjáum litla ljóstýru. Það er hann kalli, sonur námuverkamanns. Hann veit að furðukvikindin eru gæludýr durtanna, og þau þola söng verst af öllu. Þá forða þau öll sér og Kalli bjargar Írenu og fylgir henni í höllina. Það var byrjunin á fallegum vinskap.

En svona aðeins til að útskýra hvað durtar eru, þá eru það einskonar mannverur, sem búa neðanjarðar. Þau bjuggu einu sinni ofanjarðar en mannfólkið hrakti þau ofan í jörðina. Þar eru konungur, drottning og kóngsonur, Froskavör prins, sem ríkja yfir öllum durtunum. Þau eru ógeðslegust af öllum. Þau fagna öllu sem ógeðslegt er. Durtarnir eru bara með eina tá, og það er þeirra viðkvæmasti líkamshluti. Þeir þola sem sagt illa að heyra söng og skynja hamingju, og að láta stíga á tærnar sínar. Konungsfólkið er með gráa húð en þegnarnir geta verið með allskonar á litinn, en allir litirnir eru samt mjög daufir og niðurdrepandi. Sálfræði í bíómyndum ...

Allavega. Írena uppgvötvar einn dag leynihurð á herberginu sínu og það leiðir hana í turn á kastalanum þar sem hún sér draug ömmu sinnar. Amma hennar lætur hana fá garn, en þetta er töfragarn. Það á hún að nota þegar hún er í hættu.

Hún finnur það á sér að hún verði að fara niður í heim durtana og þar bjargar hún Kalla með hjálp garnsins. Hann hafði óvart farið þangað niður og komist að því hvað durtarnir höfðu í hyggju.

Til að gera langa sögu stutta, þá hafa durtarnir verið að byggja risastóra stíflu sem þeir ætla að meiða mannfólkið með. Þeir ætla líka að láta Froskavör prins durtanna giftast Írenu svo durtarnir nái völdum á jörðinni aftur.

Það mistekst því Kalli, hetjan okkar, bjargar öllu. Hann lætur alla varðmenn konungs stíga á tærnar á durtunum og syngja fyrir þá. Froskavör prins er svo steypt niður stóran foss.

Í lokin eru sem sagt allir að syngja mjög fallegt lag. Það er rosa flott. Ég elskaði þessa mynd þegar ég var lítil. Enda talaði Felix Bergson fyrir Kalla og Írena prinsessa var í bleikum kjól allan tímann.

Friday, November 21, 2008

20 bestu myndirnar að mati Frakka.

Frakkar völdu:

Athygli vekur að allar 20 efstu myndirnir eru gerðar fyrir 1960.

1. Citizen Kane, 1941, Orson Welles

2-3. The Night of the Hunter, 1955, Charles Laughton

2-3. The Rules of the Game, 1939 (La Règle du jeu), Jean Renoir

4. Sunrise: A Song of Two Humans, 1927, Friedrich Wilhelm Murnau

5. L'Atalante, 1934, Jean Vigo

6. M, 1931, Fritz Lang

7. Singin' in the Rain, 1952, Gene Kelly & Stanley Donen

8. Vertigo, 1958, Alfred Hitchcock

9-11. Children of Paradise, 1945 (Les Enfants du Paradis), Marcel Carné

9-11. The Searchers, 1956, John Ford

9-11. Greed, 1924, Erich von Stroheim

12-13. Rio Bravo, 1959, Howard Hawkes

12-13. To Be or Not to Be, 1942, Ernst Lubitsch

14. Tokyo Story, 1953, Yasujiro Ozu

15. Contempt, (Le Mépris) 1963, Jean-Luc Godard

16-20. Tales of Ugetsu, 1953, Kenji Mizoguchi

16-20. City Lights, 1931, Charlie Chaplin

16-20. The General, 1927, Buster Keaton

16-20. Nosferatu the Vampire, 1922, Friedrich Wilhelm Murnau

16-20. The Music Room, 1958, Satyajit Ray

Þetta er alveg frekar áhugaverður listi. Ekki það að ég hafi nokkurt álit á smekk Frakka á kvikmyndum. Sérstaklega finnst mér áhugavert að Citizen Kane er í efsta sæti, en vá. Hún var ekki það góð. Ég skil ekki þessa rosalegu ást kvikmyndaáhugamanna á svarthvítum bíómyndum.