Sunday, November 30, 2008

Prinsessan og durtarnir.

Teiknimyndin Prinsessan og durtarnir fjallar eins og nafnið gefur til kynna, um prinsessu og durta.

Prinsessan Írena býr í höllinni og á enga móður. Faðir hennar er alltaf í burtu að hugsa um ríkið sitt. Þess vegna hefur Írena litla, sem er á að giska 9-11 ára, barnapíuna Úllu.

Dag einn fer Írena að leika sér í skóginum hjá höllinni og felur sig fyrir Úllu sem leitar af henni lengi. Írena verður úti alveg þangað til það verður dimmt og þá villist hún. Allskyns furðukvikindi birtast í skóginum og hún verður skíthrædd, fer upp við tré í fósturstellinguna og byrjar að gráta. Kötturinn hennar, Gosi, getur ekkert hjálpað henni.

En þá allt í einu heyrist söngur í fjarska og við sjáum litla ljóstýru. Það er hann kalli, sonur námuverkamanns. Hann veit að furðukvikindin eru gæludýr durtanna, og þau þola söng verst af öllu. Þá forða þau öll sér og Kalli bjargar Írenu og fylgir henni í höllina. Það var byrjunin á fallegum vinskap.

En svona aðeins til að útskýra hvað durtar eru, þá eru það einskonar mannverur, sem búa neðanjarðar. Þau bjuggu einu sinni ofanjarðar en mannfólkið hrakti þau ofan í jörðina. Þar eru konungur, drottning og kóngsonur, Froskavör prins, sem ríkja yfir öllum durtunum. Þau eru ógeðslegust af öllum. Þau fagna öllu sem ógeðslegt er. Durtarnir eru bara með eina tá, og það er þeirra viðkvæmasti líkamshluti. Þeir þola sem sagt illa að heyra söng og skynja hamingju, og að láta stíga á tærnar sínar. Konungsfólkið er með gráa húð en þegnarnir geta verið með allskonar á litinn, en allir litirnir eru samt mjög daufir og niðurdrepandi. Sálfræði í bíómyndum ...

Allavega. Írena uppgvötvar einn dag leynihurð á herberginu sínu og það leiðir hana í turn á kastalanum þar sem hún sér draug ömmu sinnar. Amma hennar lætur hana fá garn, en þetta er töfragarn. Það á hún að nota þegar hún er í hættu.

Hún finnur það á sér að hún verði að fara niður í heim durtana og þar bjargar hún Kalla með hjálp garnsins. Hann hafði óvart farið þangað niður og komist að því hvað durtarnir höfðu í hyggju.

Til að gera langa sögu stutta, þá hafa durtarnir verið að byggja risastóra stíflu sem þeir ætla að meiða mannfólkið með. Þeir ætla líka að láta Froskavör prins durtanna giftast Írenu svo durtarnir nái völdum á jörðinni aftur.

Það mistekst því Kalli, hetjan okkar, bjargar öllu. Hann lætur alla varðmenn konungs stíga á tærnar á durtunum og syngja fyrir þá. Froskavör prins er svo steypt niður stóran foss.

Í lokin eru sem sagt allir að syngja mjög fallegt lag. Það er rosa flott. Ég elskaði þessa mynd þegar ég var lítil. Enda talaði Felix Bergson fyrir Kalla og Írena prinsessa var í bleikum kjól allan tímann.

Friday, November 21, 2008

20 bestu myndirnar að mati Frakka.

Frakkar völdu:

Athygli vekur að allar 20 efstu myndirnir eru gerðar fyrir 1960.

1. Citizen Kane, 1941, Orson Welles

2-3. The Night of the Hunter, 1955, Charles Laughton

2-3. The Rules of the Game, 1939 (La Règle du jeu), Jean Renoir

4. Sunrise: A Song of Two Humans, 1927, Friedrich Wilhelm Murnau

5. L'Atalante, 1934, Jean Vigo

6. M, 1931, Fritz Lang

7. Singin' in the Rain, 1952, Gene Kelly & Stanley Donen

8. Vertigo, 1958, Alfred Hitchcock

9-11. Children of Paradise, 1945 (Les Enfants du Paradis), Marcel Carné

9-11. The Searchers, 1956, John Ford

9-11. Greed, 1924, Erich von Stroheim

12-13. Rio Bravo, 1959, Howard Hawkes

12-13. To Be or Not to Be, 1942, Ernst Lubitsch

14. Tokyo Story, 1953, Yasujiro Ozu

15. Contempt, (Le Mépris) 1963, Jean-Luc Godard

16-20. Tales of Ugetsu, 1953, Kenji Mizoguchi

16-20. City Lights, 1931, Charlie Chaplin

16-20. The General, 1927, Buster Keaton

16-20. Nosferatu the Vampire, 1922, Friedrich Wilhelm Murnau

16-20. The Music Room, 1958, Satyajit Ray

Þetta er alveg frekar áhugaverður listi. Ekki það að ég hafi nokkurt álit á smekk Frakka á kvikmyndum. Sérstaklega finnst mér áhugavert að Citizen Kane er í efsta sæti, en vá. Hún var ekki það góð. Ég skil ekki þessa rosalegu ást kvikmyndaáhugamanna á svarthvítum bíómyndum.

Thursday, November 20, 2008

Handritamynd.

Þegar Siggi Palli setti okkur fyrir að lesa handrit og horfa á bíómyndina af því hélt ég að það yrði mjög fljótgert. Því ákvað ég að byrja á því frekar seint. Ég valdi handritið af bíómyndinni Never been kissed því myndin var til hérna heima og handritið var ekki nema 108 blaðsíður í word. Mig langaði að gera um Titanic, en ég sá að það yrði of mikil vinna þegar ég byrjaði aðeins að lesa handritið. Lýsingarnar þar voru of langar.




Myndin Never been kissed er síðan 1999 og ég sá hana fyrst þegar hún kom út. Þá var ég 10 ára og fannst hún æðisleg. Hún stendur svosem alveg fyrir sínu ennþá, en þetta er mjög einföld saga í sjálfu sér.

Josie Geller (Drew Barrymore) er 25 ára copy editor hjá stóru dagblaði. Hún fær sitt fyrsta verkefni sem blaðamaður og á hún að fara undercover í high school og komast að því hvernig krakkarnir í dag eru. Hún á að vingast við vinsælu krakkana og koma með fréttir í blaðið. Vandinn er sá að Josie var mesti nörd í heimi þegar hún var í high school, og er það að vissu leyti ennþá. Henni tekst það að lokum, en í leiðinni verður hún ástfangin af einum kennaranum sínum og ég veit ekki hvað og hvað.

Það sem kom mér á óvart við þetta verkefni er það hve rosalegan tíma það tók. Ég held ég hafi verið 3-4 klst að klára þetta. Þá las ég ca. 10 bls af handriti og horfði svo á myndina. Það er kom líka rosalega á óvart var hversu mikið handritið var ólíkt myndinni sjálfri. Hún hafði breyst mikið við bæði klippingu og framleiðslu. Það var bæði búið að taka út atriði, bæta inn setningum, breyta setningum .. Bara nefnið það. Það var meira að segja búið að breyta því svo mikið að það mætti ætla að leikurunum hefði verið sagð sagan í grófum atriðum og sagt svo að spinna rest.

Eftir að maður var búin að lesa handritið tók maður miklu meira eftir bröndurunum, hlustaði betur á það sem leikararnir sögðu og öll smáatriðin í rammanum öðluðust merkingu.

Það sem maður lærði af þessu verkefni er það hversu ólíkar myndirnar geta orðið frá handritinu. Það kenndi manni að allt sem sést í rammanum skipti máli, hver einasta litla smáatriði. Hver einasti brandari hefur sinn tilgang.

Það er frekar skrýtið að hugsa til þess að leikarar velja sér verkefni út frá handritum. Þau geta verið svo flókin og mér fannst erfitt að ímynda mér hvernig hlutirnir myndu líta út á hvíta tjaldinu, þ.e.a.s. ef ég hefði aldrei séð myndina áður.

Quantum of solace.

Ég fór á nýjustu James Bond myndina í kvöld. Ekki misskilja, ég er ekki aðdáandi. Held ég hafi bara séð svona 2 James Bond myndir um ævina, og það var bara þegar stóri bróðir minn var að horfa á þær og ég hafði ekkert annað betra að gera. Ég hefði aldrei farið á þessa mynd í bíó ef ég hefði ekki unnið einhverja boðsmiða.




Myndin Quantum of solace, eða skammtur af hughreystingu eins og íslenska þýðingin segir, var ekkert sérstök mynd. Í myndinni voru bardagar sem fóru fram í bílum, í hótelherbergjum, á húsþökum, í flugvélum og bátum svo eitthvað sé nefnt. Fullt af rosalegum bardögum sem voru klipptir svo fááááránlega hratt að maður átti mjög erfitt með að greina það hvor maðurinn væri í mynd, James Bond eða vondi gæinn.

Eins og í bílaatriðinu, þá voru 2 svartir bílar. Ég hélt fyrst að það hefði verið James Bond sem klessti á bílinn, en svo var ég ekki viss ...

Og í atriðinu þar sem James Bond berst við svikarann mjög snemma í myndinni. Þá voru þeir báðir í svörtum jakkafötum og bara vá ... ég þekkti ALDREI hvor þeirra var í mynd. Hvor þeirra hékk til dæmis í snörunni?

Söguþráðurinn var eittvað á þá leið að maður sem þóttist berjast gegn gróðurhúsaáhrifum var í raun ekki að því. Hann fékk fólk til að fjárfesta í verkefninu Green Planet, sem var samt bara eitthvað skúrka plan með olíu og vatn. Og James Bond finnur einhverja konu og ...

Oh, þessi söguþráður. Það var ekkert spunnið í hann. Og ef maður sá ekki fyrri myndina vissi maður ekki neitt um þessa Vesper.

Mér fannst þessi mynd ekki snúast um neitt annað en að sýna ógeðslega mörg hröð atriði með flottum byssutrixum og hoppum. Þessi mynd er ekkert nema afsökun til að sýna allt það flottasta í heimi tæknibrellna.

Ég var ekki að fýla þessa mynd, þótt ég sé örugglega ein um þá skoðun.

Jakk.

Saturday, November 15, 2008

Íslenskar bíómyndir.

Maður áttar sig eiginlega ekki á því hvað það eru ógeðslega margar góðar íslenskar bíómyndir til. Kannski myndi manni ekki finnast sumar þeirra góðar ef maður myndi sjá þær í dag, en í dag finnst manni þær góðar því maður var svo hrifinn af þeim þegar maður var lítill.

Hér eru dæmi um góðar bíómyndir sem hafa einhvern veginn náð að lifa í minningunni.

Benjamín Dúfa



Englar Alheimsins


Reykjavík-Rotterdam


Stella í Orlofi




Footloose.




Þessi mynd fjallar um drenginn Ren og stelpuna Ariel. Hann er nýfluttur í smábæinn Bomont frá stórborginni Chicago eftir að pabbi hans yfirgaf fjölskylduna. Ariel er dóttir heittrúaða prestsins í Bomont og má sko ekki neitt. Í bænum Bomont er bannað að hlusta á rokktónlist, sem í dag við myndum skilgreina sem 80's diskó-músík, og dansa. Það að mega ekki dansa og hlusta á almennilega tónlist er náttúrulega aaaalveg hræðilegt. Þetta er í lögum þarna því fullorðna fólkið heldur að dans geti leitt til óábyrgs kynlífs og tónlistin ber slæman boðskap. Þar eru meiraðsegja brenndar bækur sem "henta" ekki ungu kynslóðinni.

Ren finnst þetta auðvitað fáránlegar reglur, enda hefur hann mátt gera alla þessa hluti í Chicago allt sitt líf. Því fjallar myndin í grunnatriðum um baráttu hans við bæjarstjórn um að fá að halda ball og svo er þetta ástarsaga Ren og Ariel. Einnig leikur Sarah Jessica Parker aukahlutverk í myndinni, eða bestu vinkonu Ariel.

Atriðið þar sem Ren heldur beiðni fyrir opinberum fundi bæjarstjórnarinnar er hræðilegt. Ren, eða Kevin Bacon, heldur einhverja hjartnæma ræðu undir mikilli dramatískri tónlist ( sem virðist einkenna myndina alla ) þar sem hann segir frá mikilvægi þess að dansa. Hann vísar meiraðsegja í biblíuna og þetta er allt svo rosalega dramatískt að manni langar helst að æla.

Að lokum fær hann að halda ball í einhverri skemmu sem krakkarnir hjálpuðust sko öll til að gera staðinn ballhæfan, þau eru svo dugleg.

Lokaatriðið var epískt. Allir krakkarnir stóðu upp við veggin og héngu bara. Stelpurnar voru í pastel-krullu-bleikum kjólum sem fóru öllum illa og strákarnir púlluðu sömu skyrtur og Austin Powers og studdust greinilega við málsháttinn; the curlier the better. Enginn var heitur. En svo mætti Kevin Bacon með prestdótturina, sem var ein sú verst klæddasta, og þá fóru sko allir út á gólf! En svo þurftu auðvitað fyrrverandi kærasti Ariel, Chuck, og vinir hans að mæta á svæðið og stofna til slagsmála. En Kevin mætti á svæðið, tók Chuck og barði hann í spað. Kallinn sko. Málunum reddað. Svo kom hann aftur inn í danssalinn, eða réttara sagt, vöruskemmuna sem ballið var haldið í, og þá byrjaði sko ballið fyrir alvöru. Lagið Footloose var sett á fóninn og allir fóru að dansa eins og hýenur. Glimmerið streymdi úr loftinu, kvikmyndatakan var ömurlega og krakkarnir tóku hræðilegustu múv sem ég hef nokkurn tíma séð á ævinni.



Hér sjáiði lokaatriðið. Takið eftir blöðrunum og ljósunum sem eru í rammanum. Þetta er ógeðslega mikið fyrir ... Bara halló, þetta er ekki leikrit.

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd. Sem einlægur Sarah Jessica Park aðdáandi er ég djúplega særð. Ég var að búast við mynd á borð við Flashdance, Girls just wanna have fun og Heavenly bodies, en nei. Þessi mynd var ein sú innantómasta sem ég hef séð á ævinni.

Berjumst fyrir því að mega dansa!

Húrra. Þetta var eitt stórt feitt pastel-krullu-ógeð.