Teiknimyndin Prinsessan og durtarnir fjallar eins og nafnið gefur til kynna, um prinsessu og durta.
Prinsessan Írena býr í höllinni og á enga móður. Faðir hennar er alltaf í burtu að hugsa um ríkið sitt. Þess vegna hefur Írena litla, sem er á að giska 9-11 ára, barnapíuna Úllu.
Dag einn fer Írena að leika sér í skóginum hjá höllinni og felur sig fyrir Úllu sem leitar af henni lengi. Írena verður úti alveg þangað til það verður dimmt og þá villist hún. Allskyns furðukvikindi birtast í skóginum og hún verður skíthrædd, fer upp við tré í fósturstellinguna og byrjar að gráta. Kötturinn hennar, Gosi, getur ekkert hjálpað henni.
En þá allt í einu heyrist söngur í fjarska og við sjáum litla ljóstýru. Það er hann kalli, sonur námuverkamanns. Hann veit að furðukvikindin eru gæludýr durtanna, og þau þola söng verst af öllu. Þá forða þau öll sér og Kalli bjargar Írenu og fylgir henni í höllina. Það var byrjunin á fallegum vinskap.
En svona aðeins til að útskýra hvað durtar eru, þá eru það einskonar mannverur, sem búa neðanjarðar. Þau bjuggu einu sinni ofanjarðar en mannfólkið hrakti þau ofan í jörðina. Þar eru konungur, drottning og kóngsonur, Froskavör prins, sem ríkja yfir öllum durtunum. Þau eru ógeðslegust af öllum. Þau fagna öllu sem ógeðslegt er. Durtarnir eru bara með eina tá, og það er þeirra viðkvæmasti líkamshluti. Þeir þola sem sagt illa að heyra söng og skynja hamingju, og að láta stíga á tærnar sínar. Konungsfólkið er með gráa húð en þegnarnir geta verið með allskonar á litinn, en allir litirnir eru samt mjög daufir og niðurdrepandi. Sálfræði í bíómyndum ...
Allavega. Írena uppgvötvar einn dag leynihurð á herberginu sínu og það leiðir hana í turn á kastalanum þar sem hún sér draug ömmu sinnar. Amma hennar lætur hana fá garn, en þetta er töfragarn. Það á hún að nota þegar hún er í hættu.
Hún finnur það á sér að hún verði að fara niður í heim durtana og þar bjargar hún Kalla með hjálp garnsins. Hann hafði óvart farið þangað niður og komist að því hvað durtarnir höfðu í hyggju.
Til að gera langa sögu stutta, þá hafa durtarnir verið að byggja risastóra stíflu sem þeir ætla að meiða mannfólkið með. Þeir ætla líka að láta Froskavör prins durtanna giftast Írenu svo durtarnir nái völdum á jörðinni aftur.
Það mistekst því Kalli, hetjan okkar, bjargar öllu. Hann lætur alla varðmenn konungs stíga á tærnar á durtunum og syngja fyrir þá. Froskavör prins er svo steypt niður stóran foss.
Í lokin eru sem sagt allir að syngja mjög fallegt lag. Það er rosa flott. Ég elskaði þessa mynd þegar ég var lítil. Enda talaði Felix Bergson fyrir Kalla og Írena prinsessa var í bleikum kjól allan tímann.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hljómar svo sem ekki illa, en mér finnst verða að vera screenshot með þessari færslu svo maður viti hver stíllinn á teiknimyndinni er.
5 stig.
Post a Comment