Thursday, March 19, 2009

Confessions of a Shopaholic.




Myndin er byggð á bók. Kemur á óvart. Í rauninni hafa verið gefnar út alveg milli 5 og 10 bækur um Rebeccu Bloomwood. Það er shopaholic-serían. Frekar vinsæll bókaflokkur í Eymundsson í dag, og hefur verið í nokkur ár. Þessi mynd er byggð á fyrstu bókinni, að sjálfsögðu.

Söguþráðurinn er frekar einfaldur. Rebecca Bloomwood átti frekar fátæka foreldra þegar hún var að alast upp. Þau voru alltaf að spara og hún fékk aldrei neitt af því flotta dóti sem aðrar stelpur í skólanum áttu.

Þegar Rebecca flytur til New York missir hún sig í búðunum. Hún vinnur á garðyrkjutímariti og býr inni á vinkonu sinni. Hún hefur ekki efni á að borga henni leigu, því hún er jú skítblönk. Hún hefur eytt öllum sínum peningum í föt, skó og töskur. Hún er með þvílíkar skuldir á bakinu og innheimtumenn eru á eftir henni.

Þegar henni er sagt upp á garðyrkjutímaritinu vegna gjaldþrots fyrirtækisins veit hún ekki hvað hún á að gera. Hún þarf jú á peningunum að halda. Þá sækir hún um á tískutímariti, en fær ekki. Hún fær þá óvart vinnu á tímariti sem fjallar um fjármál og sparnað. Frekar kaldhæðnislegt miðað við hennar eigin fjárhag.

Hún byrjar að skrifa greinar í blaðið og verður allt í einu rosalega virtur greinahöfundur. Mér finnst það í raun gerast á of skömmum tíma í myndinni að það er algjörlega ótrúverðugt. Það verður enginn frægur um öll Bandaríkin á að skrifa eina skítna grein í tímarit, sama hversu góð sú grein er.

En jæja. Auðvitað fléttast ást inní þessa mynd, enda ekki við öðru að búast með stelpumynd. Hún og ritstjórinn fella hugi saman. En ekki varði það lengi ...

Upp kemst um skuldir Rebeccu á endanum og það er víst alveg rooosalegt hneyksli, og ritstjórinn trúir því ekki hvernig hún gat gert honum þetta. Mér fannst það eiginlega stór galli á myndinni hversu "smávægilegt" dramað var. Mér fannst ekki nógu mikil ástæða fyrir allri þessari óvild og tilfinningastríði. Vá, hún skuldaði pening. Ótrúlegt.

Hún nær svo að borga allar skuldirnar til baka með því að selja öll þessi föt og drasl sem hún hafði keypt í gegn um tíðina. Og ritstjórinn tekur hana aftur.

Ég verð að segja ... vonbrigði. Alveg gaman að þessari mynd, en hún stóðst ekki undir væntingum. Fannst allt floppa einhvernveginn. Allt of mikill stígandi miðað við "hápunktinn" og bara ... ekkert sérstaklega frábær mynd. Því miður.

1 comment:

Siggi Palli said...

Æ, ég hafði heyrt góða hluti um þessa, og langaði pínu að sjá hana. Nú er ég ekki viss...

Ágæt færsla samt. 4 stig.