Thursday, March 19, 2009

He's just not that into you.




He's just not that into you er bók. Svo varð það bíómynd. Það er meirasegja búið að þýða bókina yfir á íslensku. Hann er ekki nógu skotinn í þér.

Ég fór á myndina með Ylfu vinkonu minni sem náði að hella yfir mig hálfum lítra af kóki í hléi. Ég hafði rosalegar væntingar til myndarinnar, enda skartar myndin rosalegu leikaraúrvali. Ég var ekkert svo hrifin af myndinni fyrir hlé, enda var ég að sálast úr hungri og var alltaf að líta á klukkuna hvenær kæmi nú hlé. Ég þráði nachos. Myndin er alveg í lengri kantinum miðað við chickflick.

En söguþráðurinn er skemmtilegur. Hann samantvinnar sögu margra kvenna, sem tengjast allar á einhvern hátt. Það virkar líka fínt að sýna svona brot úr lífi þeirra allra. Kemur vel út. Held það sé best að segja sögu hverrar konu til að söguþráðurinn skili sér.

Gigi (Ginnifer Goodwin)
Er persónan sem myndin snýst eiginlega aðallega um. Hún á í miklum erfiðleikum með að finna þann rétta, eða bara deita yfirhöfuð, því hún er of áköf í að lesa of mikið úr öllum aðstæðum. Eftir að einhver strákurinn hefur ekki hringt í viku síðan stefnumótið var fer hún á bar sem hann segist hanga oft á. Hann er ekki þar, en barþjónninn, Alex, er vinur hans og byrjar að spjalla við hana. Hann segir henni hinn heilaga sannleik um karlmenn. Ef hann hringir ekki hefur hann ekki áhuga. Ef hann vill ekki koma upp í íbúðina þína þegar þú býður honum það eftir stefnumót hefur hann ekki áhuga. Það þarf ekkert að lesa neitt í það sem karlmenn segja, og af hverju þeir sögðu það. Þeir bara sögðu það. Gigi trúir ekki sínum eigin eyrum. Þessi sannleikur hefur breytt lífi hennar. Eftir þetta segir hún öllum vinkonum sínum þetta. Næstu skipti sem hún er á deiti hringir hún í Alex til að fá ráð um það hvort karlmaðurinn hafi áhuga eða ekki. Með þeim þróast vinátta. En aftur fer Gigi að lesa of mikið í hegðun karlmanna og fer að halda að Alex sé hrifinn af sér. Hann reynist ekki vera það og þau lenda í miklu rifrildi og hætta að tala saman. Svo áttar Alex sig á því að hún sé virkilega sú eina rétta fyrir hann og hamingjusamur endir hjá Gigi greyinu.

Janine (Jennifer Connelly)
Er gift Ben, og hefur verið í mörg ár. Þau hafa deitað síðan í menntaskóla. Þau eru bara gift af því hún gaf honum úrslitakosti. Annaðhvort giftu þau sig eða hættu saman. Þau eru nýbúin að kaupa hús saman og eru að gera það upp. Svo byrjar Ben að halda framhjá henni. Hann segir henni það. Hún vill bjarga hjónabandinu. Það gengur ekki upp og í lok myndarinnar er hún orðin einsömul. Ekki góður endir hjá Janine.

Beth (Jennifer Aniston)
Er í sambúð með Neil, og hefur verið síðustu 7 árin. Þau eru mjög hamingjusöm og samheldin. Eina vandamálið er það að hún vill gifta sig, enda eru allar systur hennar búnar að því, en Neil trúir ekki á hjónabandið. Eftir að Gigi sem vinnur með henni segir henni hinn heilaga sannleik veit hún að Neil á aldrei eftir að skipta um skoðun. Hún fer heim þann dag og slítur sambandinu. Neil flytur út. Svo þegar pabbi Beth hefur fengið hjartaáfall og hún hugsar um hann sýnir Neil fram á það hversu frábær hann er og þau ákveða að byrja aftur saman. Svo þegar Beth er að ganga frá buxunum hans Neil eitt kvöldið finnur hún hring í vasanum og hann biður hennar. How cute.

Anna (Scarlett Johansson)
Er jógakennari og söngkona. Hún rekst á mann úti í búð eitt kvöldið. Ben, eiginmann Janine. Þau enda á því að eiga í framhjáhaldi og hún heldur alltaf í vonina um að hann eigi eftir að hætta með konunni sinni og byrja með henni, enda passa þau fullkomnlega saman. Raunin verður önnur og í lok myndarinnar ákveður Anna að hætta að deita neinn í bili.

Mary (Drew Barrymore)
Er vinkona Önnu og á í erfiðleikum með karlmenn. Hún kynnist þeim bara í gegn um netið og hittir þá oftast ekki í veruleikanum. En svo finnur hún ástina á endanum þegar hún þorir virkilega að ganga upp að manni og tala við hann í raunveruleikanum.

Svo sumar fá happy ending, aðrar ekki. En heillaráð Gigi til okkar sem horfa á myndina í lokin er það að leiðin að hamingjunni sé ekki með því að finna einhvern annan, heldur að finna sjálfan sig. Vúhú.

Þessi mynd fékk svona semí dóma. Hún var ekkert geðveik. Ég fór kannski inn með of miklar væntingar. Hún var mjög hugljúf og mikil viska í henni. Maður fór jafnvel að hlæja stundum. En hún sló ekki beint í gegn. Þótt bókin hafi kannski gert það er það ekki raunin með kvikmyndina. Bara því miður.

1 comment:

Siggi Palli said...

Skrýtið að gera mynd eftir svona "self-help" bók...

Ágæt færsla. 6 stig.