Wednesday, February 25, 2009
Taken.
Ég og bróðir minn ákváðum að fara í bíó á Yes man um jólin, enda góð stemming fyrir gamanmynd. En nei, svo ákvað vinur hans að koma með og vildi endilega sjá Taken. Ég hugsaði með mér hvurslags djöfulsins slagsmála-hasar-ógeðismynd þetta væri. En svo nennti ég ekki að vera stelpan í þessu combo-i og ákvað að samþykkja valið. Vá hvað ég sá ekki eftir því.
Ég hef sjaldan séð jafn frábærar hasarmyndir. Þetta er eiginlega skylduáhorf. Ekki bara vegna þess hversu góð hún er, heldur líka vegna þess að hún opnar augu manns fyrir hættunum sem gera leynst þarna úti í hinum stóra heimi. Þannig, ef þú ætlar í interrail næsta sumar, ekki dirfast að tala við ókunnuga. Þeir gætu viljað selja þig í vændi.
Við byrjum myndina á föðurnum, Bryan Mills, og hans tilbreytingalausu og sorglegu tilveru. Hann er fyrrverandi leyniþjónustumaður og kann til verka, en hann er nýfarinn á eftirlaun til þess að gera eytt tíma með dóttur sinni. Bryan er fráskilinn og konan hans Lorie giftist aftur og það milljónamæringi. Lorie er ekki sátt við Bryan og hann fær því sjaldan að hitta dóttur sína sem er 17 ára.
Í byrjun myndarinnar ákveður Bryan að sinna smá lífvarðaverkefni fyrir vin sinn. Þeir eiga að passa upp á einhverja poppstjörnu sem er svona Britney Spears gella. Það reynir einhver að drepa hana og Bryan bjargar henni. Hún verður rosalega þakklát og þetta er mikilvægt atriði fyrir lok myndarinnar.
En já. Dóttir Bryan, Kim, vill hitta hann í hádegismat og tekur mömmu sína með sér. Þar reynir Kim að fá leyfi frá pabba sínum til að geta farið til Frakklands og dvalið þar yfir sumarin. Þar sem Bryan veit um allar hætturnar sem geta leynst fyrir svona ungar stelpur í útlöndum harðneitar hann fyrst. Kim verður mjög sár og grætur og grætur. Bryan er þá í svolítilli klípu. Hann vill auðvitað reyna að gera allt til að gera dóttur sína hamingjusama og leika góða pabbann, en um leið veit hann af þeim hættum sem leynast úti í hinum stóra heimi. Að lokum samþykkir hann að hún megi fara en setur henni samt rosalegar reglur um að hún verði t.d. alltaf að hringja reglulega og þess háttar.
Eftir að Kim og Amanda vinkona hennar eru lentar í Frakklandi rekast þær á strák sem er voðalega næs og svona. Hann býður þeim að taka leigubíl með sér og nær að spjalla aðeins við þær, til dæmis um það hvar þær dvelja og hvort það sé einhver með þeim og þess háttar. Þegar þær eru komnar í íbúðina blastar Amanda græjunum í botn og þær eru einar heima. Kim fer þá afsíðis og hringir í pabba sinn. Á meðan hún talar við hann sér hún og heyrir að það hafa menn brotist inn og tekið Amöndu. Þeir taka Kim líka á meðan hún er ennþá í símanum að tala við pabba sinn.
Bryan setur sér það markmið að endurheimta dóttur sína úr höndum þessarra manna, sem stunda skipulags mansal. Eitt svalasta atriðið sem ég hef séð á ævinni er þegar Bryan talar við einn glæpamannanna í síma og segir eitthvað á þessa leið með ofurdjúpri og töffaralegri röddu:
,, I don't know who you are, bit I will find you, and I will kill you. "
Sem hann og gerir á endanum.
Myndin er hröð og spennandi og hefur allt sem góð hasarmynd þarf til að bera. En hún er samt ekki eins og þessar venjulegu hasarmyndir sem fjalla um að einn maður þarf að bjarga heiminum frá atómsprengju ungverskra hryðjuverkasamtaka, heldur hefur þetta dýpri söguþráð.
Vegna þess að við fáum svona mikla forsögu af sambandi Bryan og Kim getum við tengt okkur meira inn í myndina og hún snertir okkur meira.
Mjög góð mynd.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Sammála. Þetta var ansi góð mynd. 7 stig.
Post a Comment