Wednesday, September 10, 2008

Sveitabrúðkaup.

Sveitabrúðkaup. Íslensk mynd eftir Valdísi Óskarsdóttur.




Ég mætti aðeins of seint á myndina vegna pyslu. Það kom ekki að sök.

Allavega. Söguþráðurinn er þannig að par ætlar að gifta sig í einhverri sveitakirkju útá landi. Þau eru á 2 stórum rútum. Í einni er brúðguminn, en í annarri er brúðurin. Það sem pirraði mig mjög mikið frá byrjun, er hversu fátt fólk var í þessu brúðkaupi, og hversu stórar rúturnar eru. Sorrí, en það er bara ekki raunsætt að venjulegt íslenskt fólk leigi 2 stórar rútur undir þetta fátt fólk, sem hefði komist í 3 fólksbíla. Það kostar um 100 þúsund kall að leigja rútu í heilan dag. Hvað þá tvær.

Myndin var í heild sinni góð (ég borgaði 1200 krónur til þess að sjá hana, get ekki annað en trúað því að það hafi verið þess virði). Persónurnar samt sem áður gallaðar. Þær voru svo ótrúlega ýktar. Ég meina, jújú þetta átti að vera gamanmynd, en það þarf ekki bókstaflega að troða djókinu ofan í kokið á áhorfendum. Myndin var fyndin, en það var svo mikið verið að reyna stundum. Maður fékk alveg nóg á tímabilum.

Og kvikmyndatakan var ekki það góð.

1 comment:

Siggi Palli said...

3 stig.

Ein persónan kommenteraði einmitt á þetta í upphafi myndar, hvað það væri asnalegt að vera með tvær stórar rútur undir þetta fáa fólk. Svo hefði það ekki verið mjög flott myndrænt ef þetta hefðu verið 3 fólksbílar.
Ég held að þessi upptökuaðferð kalli svolítið á ýkjur. Ekkert handrit, margar myndavélar og allir leikararnir tengdir við hljóðnema. Ef eitthvað er til í klisjunni um athyglisþörf leikara almennt, þá hlýtur þetta auðvitað að enda með því að þeir reyna hvað þeir geta til þess að toppa hvern annan svo þeir verði nú örugglega sem mest í mynd.
Ég get alveg verið sammála með myndatökuna. Ég upplifði þetta sem þessa dæmigerðu dogma shaky-cam myndatöku, þar sem reynt er að búa til action og spennu með því að hrista myndavélina svolítið (Bourne Ultimatum er ýkt dæmi um þetta).