Já góðir hálsar. Byrja á því að blogga um heimildarmyndarfyrirlesturinn (vá langt orð) sem ég fór á þann þriðjudag sem hann var. Ég glósaði ekkert á sjálfum fyrirlestrinum. Skrifaði bara það niður á blað sem mér fannst merkilegast þegar ég kom heim. Ég er að sjálfsögðu búin að týna því blaði, og þessvegna verður þetta þunn færsla ...
Ég fór niðrí norræna hús. Ég mætti fyrst af öööllum á þennan fyrirlestur kl. 13:55. Fyrirlesturinn átti að byrja kl. 14:00. Ég hugsaði með mér, djöfull, þetta verður pínlega fámennt. Svo fékk ég þennan fyrirlestur líka ókeypis sökum passans góða. Vei.
En já. Ég fór niður í litlu lyftunni og kl. 13:59 var fyrirlesturinn ekki byrjaður og e-r starfsmaður sagði mér að ég mætti ekki koma inní salinn því Yung Cheng, fyrirlesarinn, var ekki reddí. Ég beið ein. Og beið. Og svo mætti fleira sem betur fer. Svo loks mátti fara inn. Og svo bættist alltaf fleira og fleira fólk og salurinn var mjög álitlega fullur. Mér fannst það gott fyrir Yung Cheng. Ekki eins vandræðalegt fyrir virtan kvikmyndagerðarmann.
En hann byrjaði á því að spyrja salinn hver væri í kvikmyndafræði, hver væri að gera heimildarmyndir og þannig. Ég var frekar ... ekki að fitta inní háskólanema og kvikmyndanema-krádið. En það var líka miðaldra kona þarna þannig þetta reddaðist...
Hann byrjaði svo að segja okkur frá sér. Hann fæddist í Kína en ólst upp í Kanada. Fór í kvikmyndagerðarskóla þar og útskrifaðist fyrir 9 árum síðan. Hann fór svo í einhverja ferjusiglingu um Yangtze flótið í Kína með fjölskyldunni fyrir nokkrum árum og fann þar áhugavert efni í heimildarmynd.
Hjá Yangtze fljótinu hefur verið gert stærsta stífla ever eða e-ð og það á að fylla upp í ána með svona lóni og 2 milljónir manns þurfa að flytja af árbakkanum til að drukkna ekki.
Þetta er semsagt fljótið með háum klettum sem eiga eftir að fara undir kaf. Og þarna er líka þessi ferja.
En Yung sagði okkur líka helling og sýndi okkur brot úr myndinni.
Hann tók upp 200 klst af efni sem hann náði að stytta niður í 4 klst. Sem varð svo að 90 mínútna mynd. Hún kostaði 50 milljónir íslenskra króna.
Hann kynnti sér efnið mjög vel áður en hann fór að taka myndina upp. Hann dvaldi í Kína í eitt ár og kynntist fólki, valdi fjölskyldur sem hann ætlaði að fjalla um og þess háttar. Hann kom inn á það hvað honum finndist mikilvægt að fólkið sem hann væri að taka upp þekkti sig og treysti sér. Hann bjó til dæmis inná sumum fjölskyldunum í einhvern tíma. Hann lagði mikið uppúr því í gerð myndarinnar.
Hann kom líka inná skipulag. Þegar maður gerir heimildarmynd er svo auðvelt að fara út fyrir efnið, gera hana of flókna og þess háttar. Þú ert auðvitað ekki með neitt handrit í smáatriðum eins og er fyrir leiknar bíómyndir, heldur verður þú svolítið að spila þetta af fingrum fram. Hann brýndi fyrir mikilvægi þess að halda dagbók eða eitthvað þessháttar sem auðveldaði kvikmyndagerðarfólki að skipuleggja sig og vinnu sína við gerð heimildarmyndar.
Einnig sagði hann að það væri mikil pressa á manni við að gera heimildarmyndir. Þú bærir vissa ábyrgð bæði gegn fjárfestum um að gera góða mynd og gegn fólkinu og umfjöllunarefninu sjálfu um að fara vel með það. Hann sagði að það væri mjög auðvelt að missa sjónar á upphaflega markmiðinu og sagði okkur frá hugtakinu KISS.
KISS = keep it simple stupid.
Hann var með orðið Kiss skrifað á höndina á sér á tímabili til að minna sig á þetta.
Ég man ekki meira um fyrirlesturinn, en hann var samt mjög áhugaverður, enda hef ég sjúkan áhuga á heimildamyndum. Það er auðvitað draumurinn að geta gert eitthvað eins og Michael Moore í framtíðinni ...
Ég komst svo ekki á heimildarmyndina sjálfa, Up the Yangtze, í bíó vegna vinnu, sem var einstaklega svekkjandi.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Flott færsla. 8 stig.
Ég sá mikið eftir að hafa ekki séð þennan fyrirlestur, en hann var eina daginn sem ég komst alls ekki (alla aðra daga hefði ég gefið frí í seinustu tveimur tímunum og drifið mig).
Varðandi myndina, þá kom hún á netið fyrir nokkrum vikum. Ef þú vilt, þá geturðu fengið eintak hjá mér.
Post a Comment