Monday, October 6, 2008
Indestructible.
Myndin fjallar um mann, Ben Byer, sem þjáist af mjög sjaldgæfum taugahrörnunarsjúkdómi, ALS. Þegar hann greindist var honum sagt að hann ætti ekki nema nokkur ár eftir. Eftir að Ben fær þessar fréttir ákveður hann að gera heimildarmynd um líf sitt og sjúkdóminn.
Myndin skiptist eiginlega í þrennt, viðtöl við lækna sem tala um sjúkdóminn, viðtöl við fólk sem hefur sjúkdóminn, og svo að lokum fáum við innsýn í lífið hjá Ben. Það sem læknarnir segja er að þetta sé versti taugahrörnunarsjúkdómur sem til er. Fólkið sem hefur þennan sjúkdóm talar um lífið með sjúkdóminn. Það er flest komið í hjólastól og á erfitt með að tala vegna sjúkdómsins. Það var einn sjúklingur sem ég á seint eftir að gleyma. Hann var í hjólastól og svo illskiljanlegur að það þurfti að setja texta inná myndina þegar hann talaði. En hann brosti allan tímann og var alveg fáránlega jákvæður. Ben sagði samt að það væri þvílíkt há prósenta fólks með sjúkdóminn sem svipti sig lífi.
Þessi sjúkdómur er þvílík niðurlæging. Þú missir máttinn í líkamanum smám saman, þú hættir að geta talað og labbað. Þú endar sem einhver dauður líkami með lifandi sál í hjólastól.
Myndin er í heild sinni ágæt, þótt það sé margt hægt að setja útá hana. Mér finnst að það hefði átt að setja texta á hana alla, því þegar Ben sjálfur er að tala, sem hann gerir meirihlutann af myndinni, er mjög erfitt að skilja hann vegna sjúkdómsins.
Mér finnst viðfangsefnið í myndinni frábært, en mér finnst ekki nógu vel farið með það. Þó það verði að taka tillit til þess að Ben er með öllu óreyndur, þá hefði myndin geta orðið svo miklu, miklu betri. Bæði voru myndgæðin mjög slæm, erfitt að skilja hvað var verið að segja og mér fannst hún heldur ekki nógu vel uppbyggð.
Ég held samt að ég sé ein um þá skoðun, en á heimasíðu myndarinnar http://www.indestructiblefilm.com/ kemur fram að hún hefur hlotið gífurlegan fjölda verðlauna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Fín færsla. 4 stig.
Þetta er einmitt sami sjúkdómur og sá í Suicide Tourists var með.
Post a Comment