Tuesday, October 21, 2008

O'Horten

Klárlega besta myndin sem ég sá á meðan á þessari kvikmyndahátíð stóð. Hún var fyndin, átakanleg og falleg.

Odd Horten er lestarstjóri. Hann er að mig minnir ógiftur og barnslaus, en öldruð móðir hans er á elliheimili með alzheimer. Þegar hann hættir störfum sem lestarstjóri vegna ellilífeyrisaldursins, sem er augljóst að hann elskar út af lífinu, þá veit hann ekki alveg hvað hann á af sér að gera.




Lokapartýið hans O'Horten er priceless, en þar nýtur húmorinn í myndinni sín til fullnustu. Spurningaleikurinn og bilaða dyrabjallan. Þegar hann neyðist til að sofa í svefnherbergi hjá litlum strák og mætir seint í síðustu lestarferðina sína, greyið.

Hann virðist skammast sín alveg hræðilega eftir að hafa misst af síðustu lestinni sinni og svarar hvorki í síma sé fer til dyranna þegar einhver bankar. Odd Horten er nefnilega maður sem er með allt á kristal tæru í lífinu og er algjör reglumaður. Hann er hógvær, og leiðist það þegar athyglin beinist að honum. Hann lifir hinsvegar mjög tilbreytingarlausu lífi og einu vinirnir sem hann á í lífinu er páfagaukurinn hans og maðurinn sem selur honum pípur í tóbaksversluninni. Við komumst reyndar að því að hann hafi dáið í myndinni. Þá er greyið hann Horten einn eftir.

Hann fer í gufubað, en steinsofnar þar inni. Þegar hann vaknar er búið að loka sundlauginni og hann ákveður að taka sér sundsprett, nakinn. En allt í einu koma tvær naktar unglingsstelpur og hann hleypur eins og elding inn í búningsklefa. Þegar hann er búin að klæða sig áttar hann sig á því að skórnir hans eru horfnir og einu skórnir sem hann getur farið í eru rauðir hælaskór. Hann velur það frekar heldur en að labba á sokkaleistunum um frosnar göturnar. Það er ekki þægilegt.


Þegar hann labbar um Noreg/ Svíþjóð (vissi aldrei í hvoru landinu við vorum stödd hvoru sinni), í fína lestar einkennisbúningnum í eldrauðu pinnahælunum sér hann að það liggur gamall maður í götunni. Hann hjálpar honum á fætur og fer með honum heim. Þar fá þeir sér viskí og byrja að spjalla saman. Steiner heitir gamli maðurinn og er einn áhugaverðasti karakter sem ég hef séð í kvikmynd, þar með talið Edward scissor hands. Hann hafði verið sendiherra í fullt af löndum í Afríku og herbergið þar sem atriðið fer fram í er stútfullt af allskonar teppum og listaverkum þaðan.

Steiner þykist geta séð með lokuð augun, og þeir ákveða að fara saman í bílrúnt rétt fyrir dögum, með Steiner sem blindandi bílstjóra. Það endar þannig að Steiner deyr undir stýri og Horten fer út úr bílnum með hundinn hans Steiner. Ég skildi reyndar ekki af hverju hann hringdi ekki á sjúkrabíl eða beið með Steiner, en hann labbar eiginlega bara burt. Hann fer síðan heim til Steiner, að húsinu þ.e.a.s, og þá sjáum við bróður hans, sem Steiner hafði áður sagt okkur að væri misskilinn uppfinningamaður sem hafði fundið upp saumavél til að sauma saman sár á mönnum og væri með sjúkdómsgreindan geðklofa. Þegar Horten byrjar að tala við bróður hans kemur í ljós að það var í raun Steiner sem var þessi uppfinningamaður. Það var bróðir hans sem var sendiherrrann, þannig í raun kynntumst við ekki Steiner sendiherra í myndinni, heldur Steiner geðklofa.

Annars kemur það í ljós í gegn um myndina að Horten lifði aldrei undir þeim væntingum sem móðir hans gerði. Hún vildi að hann yrði skíðastökkvari, eða hvað sem maður kallar það á íslensku. Hann þorði því aldrei sem barn, og eftir langa för í myndinni, virðist hann finna sjálfan sig og rót vandans. Hann tekur skíði heima hjá Steiner og fer upp á skíðastökkvarapall. Ég varð svo lofthrædd þegar ég sá hvað hann var hátt uppi að ég gerði næstum því í buxurnar. En allavega. Þegar maður áttar sig á því að hann ætli virkilega að stökkva fram af þessum risastóra palli fær maður það á tilfinninguna að hann sé að fara að deyja.



Hér er svona stökkpallur ...

En þvert á móti. Hann lifir, og eftir stökkið virðist hann sætta sig við lífið sem ellilífeyrisþegi. Hann og hundurinn fá oft að vera gestir í lestarstjórarýminu og hann heimsækir vinkonu sína sem átti gistiheimilið. Þannig það var mjög hamingjusamur endir á annars frábærri mynd.

1 comment:

Siggi Palli said...

Flott færsla. 7 stig.

Gerðist hún ekki öll í Noregi?
Mig misminnir kannski, en hringdi hann ekki í lögregluna og fór svo þegar hún kom?

Senan þegar hann stekkur er frábær. Og skemmtilega skrifuð sagan í kringum það - hann er að stökkva fyrir mömmu sína sem var mikill skíðastökkvari en fékk aldrei að stökkva þarna (á Holmenkollen) vegna þess að hún var kona. Hversu freistandi ætli það hafi verið að enda myndina þegar hann byrjar að renna sér?