Uprising.
Þessi mynd fannst mér hljóma vel í bæklingnum. Mér fannst hún hljóma svolítið eins og Crash. En viti menn, hún var ekki góð.
Myndatakan var áhugaverð, og á köflum jafnvel hægt að segja að hún hafi verið falleg. Myndin var samt mjög dökk og næstum ekkert talað í henni.
Það var soldið verið að láta áhorfandann fatta allt sem var að gerast í myndinni, sem var ekki að ganga upp. Eftir hálftíma var ekkert búið að gerast í myndinni og ég ásamt meira en helmingnum af salnum labbaði út.
Long weekend.
Hjónaband Marciu og Peter hengur á bláþræði eftir að þau misstu barn. Þau ákveða að fara í frí saman á ströndina eina helgi. Þau villast á leiðinni og enda á því að tjalda í einhverjum skógi hjá ströndinni.
Til að gera langa sögu stutta þá koma þau illa fram við náttúruna, sem kemur þeim í koll síðar meir. Stríðið milli þeirra og náttúrunnar endar á því að Peter drepur óvart Marciu og hleypur svo sjálfur fyrir bíl.
Myndin er ekkert svakalega óhugnanleg. Hljóðin í myndinni gera það samt að verkum að maður er smá hræddur, því þau skera svo í eyrun. Annað var ekki áhugavert við þessa mynd.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ágæt færsla. 4 stig.
Post a Comment