Saturday, November 15, 2008
Footloose.
Þessi mynd fjallar um drenginn Ren og stelpuna Ariel. Hann er nýfluttur í smábæinn Bomont frá stórborginni Chicago eftir að pabbi hans yfirgaf fjölskylduna. Ariel er dóttir heittrúaða prestsins í Bomont og má sko ekki neitt. Í bænum Bomont er bannað að hlusta á rokktónlist, sem í dag við myndum skilgreina sem 80's diskó-músík, og dansa. Það að mega ekki dansa og hlusta á almennilega tónlist er náttúrulega aaaalveg hræðilegt. Þetta er í lögum þarna því fullorðna fólkið heldur að dans geti leitt til óábyrgs kynlífs og tónlistin ber slæman boðskap. Þar eru meiraðsegja brenndar bækur sem "henta" ekki ungu kynslóðinni.
Ren finnst þetta auðvitað fáránlegar reglur, enda hefur hann mátt gera alla þessa hluti í Chicago allt sitt líf. Því fjallar myndin í grunnatriðum um baráttu hans við bæjarstjórn um að fá að halda ball og svo er þetta ástarsaga Ren og Ariel. Einnig leikur Sarah Jessica Parker aukahlutverk í myndinni, eða bestu vinkonu Ariel.
Atriðið þar sem Ren heldur beiðni fyrir opinberum fundi bæjarstjórnarinnar er hræðilegt. Ren, eða Kevin Bacon, heldur einhverja hjartnæma ræðu undir mikilli dramatískri tónlist ( sem virðist einkenna myndina alla ) þar sem hann segir frá mikilvægi þess að dansa. Hann vísar meiraðsegja í biblíuna og þetta er allt svo rosalega dramatískt að manni langar helst að æla.
Að lokum fær hann að halda ball í einhverri skemmu sem krakkarnir hjálpuðust sko öll til að gera staðinn ballhæfan, þau eru svo dugleg.
Lokaatriðið var epískt. Allir krakkarnir stóðu upp við veggin og héngu bara. Stelpurnar voru í pastel-krullu-bleikum kjólum sem fóru öllum illa og strákarnir púlluðu sömu skyrtur og Austin Powers og studdust greinilega við málsháttinn; the curlier the better. Enginn var heitur. En svo mætti Kevin Bacon með prestdótturina, sem var ein sú verst klæddasta, og þá fóru sko allir út á gólf! En svo þurftu auðvitað fyrrverandi kærasti Ariel, Chuck, og vinir hans að mæta á svæðið og stofna til slagsmála. En Kevin mætti á svæðið, tók Chuck og barði hann í spað. Kallinn sko. Málunum reddað. Svo kom hann aftur inn í danssalinn, eða réttara sagt, vöruskemmuna sem ballið var haldið í, og þá byrjaði sko ballið fyrir alvöru. Lagið Footloose var sett á fóninn og allir fóru að dansa eins og hýenur. Glimmerið streymdi úr loftinu, kvikmyndatakan var ömurlega og krakkarnir tóku hræðilegustu múv sem ég hef nokkurn tíma séð á ævinni.
Hér sjáiði lokaatriðið. Takið eftir blöðrunum og ljósunum sem eru í rammanum. Þetta er ógeðslega mikið fyrir ... Bara halló, þetta er ekki leikrit.
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd. Sem einlægur Sarah Jessica Park aðdáandi er ég djúplega særð. Ég var að búast við mynd á borð við Flashdance, Girls just wanna have fun og Heavenly bodies, en nei. Þessi mynd var ein sú innantómasta sem ég hef séð á ævinni.
Berjumst fyrir því að mega dansa!
Húrra. Þetta var eitt stórt feitt pastel-krullu-ógeð.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
6 stig.
Post a Comment