Thursday, November 20, 2008

Handritamynd.

Þegar Siggi Palli setti okkur fyrir að lesa handrit og horfa á bíómyndina af því hélt ég að það yrði mjög fljótgert. Því ákvað ég að byrja á því frekar seint. Ég valdi handritið af bíómyndinni Never been kissed því myndin var til hérna heima og handritið var ekki nema 108 blaðsíður í word. Mig langaði að gera um Titanic, en ég sá að það yrði of mikil vinna þegar ég byrjaði aðeins að lesa handritið. Lýsingarnar þar voru of langar.




Myndin Never been kissed er síðan 1999 og ég sá hana fyrst þegar hún kom út. Þá var ég 10 ára og fannst hún æðisleg. Hún stendur svosem alveg fyrir sínu ennþá, en þetta er mjög einföld saga í sjálfu sér.

Josie Geller (Drew Barrymore) er 25 ára copy editor hjá stóru dagblaði. Hún fær sitt fyrsta verkefni sem blaðamaður og á hún að fara undercover í high school og komast að því hvernig krakkarnir í dag eru. Hún á að vingast við vinsælu krakkana og koma með fréttir í blaðið. Vandinn er sá að Josie var mesti nörd í heimi þegar hún var í high school, og er það að vissu leyti ennþá. Henni tekst það að lokum, en í leiðinni verður hún ástfangin af einum kennaranum sínum og ég veit ekki hvað og hvað.

Það sem kom mér á óvart við þetta verkefni er það hve rosalegan tíma það tók. Ég held ég hafi verið 3-4 klst að klára þetta. Þá las ég ca. 10 bls af handriti og horfði svo á myndina. Það er kom líka rosalega á óvart var hversu mikið handritið var ólíkt myndinni sjálfri. Hún hafði breyst mikið við bæði klippingu og framleiðslu. Það var bæði búið að taka út atriði, bæta inn setningum, breyta setningum .. Bara nefnið það. Það var meira að segja búið að breyta því svo mikið að það mætti ætla að leikurunum hefði verið sagð sagan í grófum atriðum og sagt svo að spinna rest.

Eftir að maður var búin að lesa handritið tók maður miklu meira eftir bröndurunum, hlustaði betur á það sem leikararnir sögðu og öll smáatriðin í rammanum öðluðust merkingu.

Það sem maður lærði af þessu verkefni er það hversu ólíkar myndirnar geta orðið frá handritinu. Það kenndi manni að allt sem sést í rammanum skipti máli, hver einasta litla smáatriði. Hver einasti brandari hefur sinn tilgang.

Það er frekar skrýtið að hugsa til þess að leikarar velja sér verkefni út frá handritum. Þau geta verið svo flókin og mér fannst erfitt að ímynda mér hvernig hlutirnir myndu líta út á hvíta tjaldinu, þ.e.a.s. ef ég hefði aldrei séð myndina áður.