Ég fór á nýjustu James Bond myndina í kvöld. Ekki misskilja, ég er ekki aðdáandi. Held ég hafi bara séð svona 2 James Bond myndir um ævina, og það var bara þegar stóri bróðir minn var að horfa á þær og ég hafði ekkert annað betra að gera. Ég hefði aldrei farið á þessa mynd í bíó ef ég hefði ekki unnið einhverja boðsmiða.
Myndin Quantum of solace, eða skammtur af hughreystingu eins og íslenska þýðingin segir, var ekkert sérstök mynd. Í myndinni voru bardagar sem fóru fram í bílum, í hótelherbergjum, á húsþökum, í flugvélum og bátum svo eitthvað sé nefnt. Fullt af rosalegum bardögum sem voru klipptir svo fááááránlega hratt að maður átti mjög erfitt með að greina það hvor maðurinn væri í mynd, James Bond eða vondi gæinn.
Eins og í bílaatriðinu, þá voru 2 svartir bílar. Ég hélt fyrst að það hefði verið James Bond sem klessti á bílinn, en svo var ég ekki viss ...
Og í atriðinu þar sem James Bond berst við svikarann mjög snemma í myndinni. Þá voru þeir báðir í svörtum jakkafötum og bara vá ... ég þekkti ALDREI hvor þeirra var í mynd. Hvor þeirra hékk til dæmis í snörunni?
Söguþráðurinn var eittvað á þá leið að maður sem þóttist berjast gegn gróðurhúsaáhrifum var í raun ekki að því. Hann fékk fólk til að fjárfesta í verkefninu Green Planet, sem var samt bara eitthvað skúrka plan með olíu og vatn. Og James Bond finnur einhverja konu og ...
Oh, þessi söguþráður. Það var ekkert spunnið í hann. Og ef maður sá ekki fyrri myndina vissi maður ekki neitt um þessa Vesper.
Mér fannst þessi mynd ekki snúast um neitt annað en að sýna ógeðslega mörg hröð atriði með flottum byssutrixum og hoppum. Þessi mynd er ekkert nema afsökun til að sýna allt það flottasta í heimi tæknibrellna.
Ég var ekki að fýla þessa mynd, þótt ég sé örugglega ein um þá skoðun.
Jakk.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Næstum alveg sammála. En þetta var heldur ekki almennileg Bond-mynd.
4 stig.
nice post. thanks.
Post a Comment