Ég ákvað að velja kvikmyndagerð síðasta vetur vegna þess hve gaman mér hafði þótt í kvikmyndavali í gunnskóla. Þar fékk maður að dunda sér við að gera tónlistarmyndbönd og stuttmyndir með bestu vinkonum sínum og hafði rosalega gaman. Það sem ég áttaði mig ekki á, er að maður getur ekkert dundað sér neitt við þetta þegar maður er í MR, næstum fullri vinnu með skóla og allt annað í gangi. Miðað við áhugann sem maður hefur á þessu fagi, þá fannst mér ég ekki njóta mín nóg í því, eiginlega bara sökun anna utan þess. Maður hafði aldrei almennilegan tíma til að gera stóru verkefnin og hefði viljað gera allt svo miklu, miklu betur.
Ég verð eiginlega að skipta námskeiðinu upp í tvo hluta. Fyrir áramót og eftir áramót.
Þegar ég skoðaði bloggin mín fyrir áramót sá ég hvað ég hafði séð mikið af frábærum myndum og prófað mikið af nýjum hlutum. Það sem stendur upp úr var klárlega RIFF. Ég var mjög dugleg að nota passann minn og sá yfir 10 myndir og fór á fyrirlestur hjá kínverjanum sem gerði myndina Up the Yangzehu. Svo fannst mér líka þessi minni kvikmyndahátíð skemmtileg sem var í Austurbæjabíó, en ég man ekki alveg hvað hún heitir. Hún var mun minni í sniðum og ekki eins mikil stemming, en samt mjög góð.
Mér finnst mjög jákvætt að hafa skyldað okkur til að fara á þessar kvikmyndahátíðir. Ef ég hefði ekki verið í þessu vali í ár hefði ég aldrei farið á þær annars. Mjög þakklát einhvernveginn fyrir þá reynslu að hafa sótt svona hátíðir.
Myndirnar fyrir áramót sem við horfðum á standa frekar upp úr heldur en þær sem við horfðum á seinna. Hver getur gleymt Mirikitami? Reykjavík Rotterdam var náttúrulega frábær líka. Það var líka rosalega fróðlegt að fá að hitta fólk sem var að búa til íslensku myndirnar sem við horfðum á. Það að fá að hitta Valdísi, Óskar og Friðrik er mjög minnisstætt og náttúrulega ekkert nema jákvætt við þann hluta námskeiðarins.
Kvikmyndaverkefnið fyrir áramót þar sem við áttum að gera mynd sem við máttum ekki klippa, það var mjög skemmtilegt. Reyndar var ég í hóp með strákum sem allir vildu vera leikstjórar. Það var kominn mikill pirringur í liðið þegar við vorum að ljúka við tökur, en það er ekkert nema fyndið svona eftir á. Myndin hjá okkar hóp var ekkert meistaraverk, en það var okkur sjálfum að kenna. Það verður líka rosalega gaman ef við fáum að eiga svona dvd-mynd með öllum myndunum sem hver hópur hefur gert í vetur, því þessi fyrsta mynd okkar var tekin upp á Klapparstíg 17 og það verður gaman að eiga það á mynd.
Eftir áramót í janúar brann auðvitað Klapparstígur 17 og sá atburður hefur gjörsamlega eyðilagt fyrir mér síðustu önnina. Ég hef ekki haft áhuga á neinu í skólanum og fylgst illa með. Bloggunum mínum hefur farið versnandi eftir áramót og það er bara afleiðing orsaka. Þegar maður glatar öllum glósum til fjögurra ára í bruna sitja þau fög auðvitað á hakanum sem heita ekki stærðfræði. Þá hefur kvikmyndagerð sérstaklega setið á hakanum hjá mér. Ég hef mætt illa eftir áramót í kvikmyndagerð og er það eiginlega bara sökum svefnleysis útaf áfallinu. Kvikmyndagerð fær að líða fyrir það að vera með morguntíma. Ég man eiginlega ekkert eftir námskeiðinu eftir áramót og er örugglega ekki rétti nemandinn í að dæma það eitthvað sérstaklega. Ég mætti samt eiginlega í alla tímana sem við horfðum á kvikmyndir og get haft skoðun á þeim.
Heimildarmyndin var erfitt verkefni. Frekar krefjandi og erfitt. En hópurinn minn náði loksins að skila því, þótt það hafi ekki verið fullklárað. Ég hefði frekar verið til í að gera auglýsingu eða tónlistarmyndband, en af því við byrjuðum á verkefninu fyrir jól, en sá möguleiki að gera annað en heimildarmynd kom ekki fyrren eftir jól, þá urðum við að klára þetta. Fannst þetta kannski síðsta verkefnið af þeim sem við höfum gert í vetur. Það eina skemmtilega við það var að ég fékk að klippa það, en klippingin er mitt uppáhald.
Lokaverkefnið urðum við að massa, enda ekkert búin að skila neitt frábærum verkefnum af okkur allan veturinn. Við lögðum mikinn metnað í það, en við hittumst alveg 3-4 sinnum, sem er persónulegt met hjá hópnum. Ég hef reyndar ekki séð lokaútkomuna, en ég treysti strákunum alveg fyrir að hafa skilað þessu vel af sér. Allavega var mikið talað um að leggja áherslu á einhvern special effects.
Það var sérstök reynsla að hafa verið í vali í vetur sem innihélt eiginlega bara stráka, og þá mikið af strákum sem voru bara að reyna að velja eitthvað auðvelt fag. Það að vinna bara með strákum í hópverkefnum hefur verið svolítið krefjandi. Við vinnum svo ólíkt hlutina. En maður lærði helling um hópsamstarf.
Ég er mjög ánægð með fyrirlestrana sem við vorum látin gera. Þeir voru flestir mjög fróðlegir, en mér fannst ógeðslega gaman að lesa mér til um Bollywood og kynna mér myndirnar þaðan. Ekkert nema jákvætt.
Það eina sem ég er eiginlega ósátt við í þessu námskeiði voru einstaka kvikmyndir sem við sáum í vetur. Myndir eins og heimildarmyndin hans Adolfs Hitler og einhverjar aðrar úr svona kosningum. En það er náttúrulega ekkert nema smekksatriði. Ég hélt að við myndum meira horfa á myndir eins og Fargo, Shawshank redemption, Pulp fiction og Schindlers list. Þetta eru myndir sem ég hef ekki beint séð, nema Fargo. En þar sem Siggi Palli sagði að flestir væru búnir að sjá þær vildi hann frekar sýna okkur eitthvað framúrstefnulegt. Sem er svona eftir á að hyggja, ekkert nema jákvætt. En í guðanna bænum, aldrei sýna þessa Adolf Hitler mynd aftur. Jesús.
Í heildina séð, frábært námskeið. Ég hafði mjög gaman af og er mjög fegin að hafa valið þetta. Samt eiginlega ekki þessa dagana, það er svo viðbjóðslega mikið lesefni fyrir þetta stúdentspróf að ég er að kafna. Bjóst ekki alveg við þessu. En jújú, það getur ekkert verið auðvelt í henni MR.
Wednesday, April 15, 2009
Tuesday, April 14, 2009
The Holiday.
Hafið þið einhverntíma séð mynd sem ykkur tekst að horfa á að minnsta kosti tvisvar á ári án þess að verða leiður á henni? Það hef ég. Hún heitir The Holiday og kom út árið 2006. Hún skartar þeim annars frábæru leikurum Jude Law, Cameron Diaz, Kate Winslet og Jack Black. Ég var ekki viss með Jack Black sem leikara í mjög rómantískri gamanmynd, en hann sannaði sig strákurinn. Ég hélt að honum tækist ekki að púlla þetta, en jú. Fyndið hvað maður er búin að setja alla leikara í vissa flokka og heldur að þeim takist ekki að leika í neinum öðrum.
En nóg um það.
Myndin gerist bæði í Englandi og Bandaríkjunum og fjallar um tvær vansælar konur um þrítugt. Amanda er bandarísk, býr í L.A. og hefur að því er virðist allan pakkann. Hún á heitan kærasta, geðveikt hús og frábæran feril. En eftir að hann heldur framhjá henni rétt fyrir jólin ákveður hún að nú sé komið nóg. Hún ákveður að fara í frí.
Hún fer á internetið og endar í tölvuspjalli við konu á Englandi, en þær ákveða að skiptast á húsum yfir hátíðarnar. Iris vinnur á dagblaði og hefur verið innilega ástfangin af kollega sínum, Jasper, sem ákvað að trúlofa sig annarri konu rétt fyrir jól. Svo hún tekur þá afdrifaríku ákvörðun að koma sér undan öllu ruglinu og fara í frí.
Þegar þær eru búnar að skipta um hús og komnar á sitt hvora heimsálfuna, aftur, þá byrjar gamanið. Tvær vansælar konur kynnast tveimur frábærum mönnum og á nokkrum dögum hafa þær gert upp fortíðina og á gamlárskvöld eru allir orðnir ánægðir aftur.
Það er eitthvað við þessa mynd sem gerir hana bara svo fallega. Auðvitað eru svona rómantískar gamanmyndir verstu óvinir miðaldra kvenna, því þær gefa þeim vonir um að einhverntíma gæti þetta gerst fyrir þig líka. Þessi von selur, og þessi mynd er frábær. The Holiday er, ásamt Notebook og Titanic, án efa ein besta ástarmynd sem hefur komið út lengi.
En nóg um það.
Myndin gerist bæði í Englandi og Bandaríkjunum og fjallar um tvær vansælar konur um þrítugt. Amanda er bandarísk, býr í L.A. og hefur að því er virðist allan pakkann. Hún á heitan kærasta, geðveikt hús og frábæran feril. En eftir að hann heldur framhjá henni rétt fyrir jólin ákveður hún að nú sé komið nóg. Hún ákveður að fara í frí.
Hún fer á internetið og endar í tölvuspjalli við konu á Englandi, en þær ákveða að skiptast á húsum yfir hátíðarnar. Iris vinnur á dagblaði og hefur verið innilega ástfangin af kollega sínum, Jasper, sem ákvað að trúlofa sig annarri konu rétt fyrir jól. Svo hún tekur þá afdrifaríku ákvörðun að koma sér undan öllu ruglinu og fara í frí.
Þegar þær eru búnar að skipta um hús og komnar á sitt hvora heimsálfuna, aftur, þá byrjar gamanið. Tvær vansælar konur kynnast tveimur frábærum mönnum og á nokkrum dögum hafa þær gert upp fortíðina og á gamlárskvöld eru allir orðnir ánægðir aftur.
Það er eitthvað við þessa mynd sem gerir hana bara svo fallega. Auðvitað eru svona rómantískar gamanmyndir verstu óvinir miðaldra kvenna, því þær gefa þeim vonir um að einhverntíma gæti þetta gerst fyrir þig líka. Þessi von selur, og þessi mynd er frábær. The Holiday er, ásamt Notebook og Titanic, án efa ein besta ástarmynd sem hefur komið út lengi.
Adams family values.
Það er alveg makalaust hvað maður er tregur við að blogga hérna stundum. Alltaf eftir að maður horfir á nýja mynd hugsar maður með sér: "Nei, en frábært tækifæri til að blogga fyrir kvikmyndagerð" ... En svo verður sjaldan neitt úr því. Miðað við hvað ég er búin að horfa á viðbjóðslega mikið af myndum upp á síðkastið verð ég að fara að blogga um það.
Um páskana var mikið gert í því að horfa á gamlar vídjóspólur heima hjá foreldrunum. Allt var betra en íslenskan, ehh. Þar rakst ég á hina glimrandi góðu mynd, Adams family. Þessa gat maður horft á aftur og aftur á vissu tímabili í lífi manns. Ójá.
Myndin fjallar um Adams fjölskylduna sem er, hryllileg. Þau hafa brenglað fegurðarskyn miðað við okkur nútímamennina og mætti jafnvel segja að myndin hallaðist í átt að töfraraunsæi. Hlutirnir eru raunverulegir á yfirborðinu, en undir niðri kraumar eitthvað yfirnáttúrulegt. Til dæmis virðist uncle Fester ekki geta dáið eins og venjulegt fólk. Minnir mig á það, ég á alltaf eftir að sjá fyrri myndina. But eníhá.
Söguþráðurinn gengur út á það að raðmorðingi smyglar sér inn í Adams fjölskylduna og þykist vera barnfóstra barnanna. Hennar raunverulega tilefni er þó að giftast uncle Fester, þar sem hann er viðbjóðslega ríkur, drepa hann svo og hirða alla peningana. Eins og hún hefur gert reglulega og lögreglan er á eftir henni.
Á meðan, innan Adams fjölskyldunnar, hefur nýtt barn bæst í hóp systkinanna og eldri börnin eru afbrýðissöm. Þau gera hinar ýmsu tilraunir til að drepa nýja systkinið og eru í kjölfarið send í sumarbúðir. En þessar sumarbúðir eru sko fyrir GLAÐA krakka. Wednesday og Pugsley eru ekki beint glaðir krakkar með sína ofur-hvítu húð og drungalegan klæðnað. Þau lenda upp á móti krökkunum í sumarbúðunum ... En á meðan heima hjá þeim ...
Er barnfóstran/raðmorðinginn hún Debbie búin að krækja sér í næsta eiginmann sinn og eftir brúðkaupið byrjar hún strax að reyna að drepa hann. Það ætlar ekki að takast og þá flytur hún með hann í úthverfi í Bandaríkjunum og lifir ameríska draumnum. Kaupir á hann hárkollu og allt. Gomez bróður hans lýst ekkert á blikuna og reynir að siga löggunni á Debbie.
Á meðan Adams krakkarnir í sumarbúðunum enda á að gjöreyðileggja lokahátíðina og söngleikinn þar á bæ reynir Debbie að sprengja hús þeirra Festers í loft upp. En hann lifir, og hún verður pirruð.
Í lokaatriðinu er öll fjölskyldan samankomin í Adams fjölskylduhúsinu eftir að krakkarnir struku úr sumarbúðum og Debbie hyggst drepa þau öll. En þá á einhvern undraverðan hátt tekst vélmenninu sem leikur litla barnið að bjarga öllum með fallbyssukúlu og loftvogsafli. Nei, ég veit ekkert um það.
En já. Debbie deyr, og Adams fjölskyldan lifir hamingjusöm til æviloka.
Mjög góð mynd síðan 1993. Öll umgjörð, búningar, leikur, þetta smellpassar allt saman og gerir áhorfendanum ekki erfitt fyrir að líka þetta.
Um páskana var mikið gert í því að horfa á gamlar vídjóspólur heima hjá foreldrunum. Allt var betra en íslenskan, ehh. Þar rakst ég á hina glimrandi góðu mynd, Adams family. Þessa gat maður horft á aftur og aftur á vissu tímabili í lífi manns. Ójá.
Myndin fjallar um Adams fjölskylduna sem er, hryllileg. Þau hafa brenglað fegurðarskyn miðað við okkur nútímamennina og mætti jafnvel segja að myndin hallaðist í átt að töfraraunsæi. Hlutirnir eru raunverulegir á yfirborðinu, en undir niðri kraumar eitthvað yfirnáttúrulegt. Til dæmis virðist uncle Fester ekki geta dáið eins og venjulegt fólk. Minnir mig á það, ég á alltaf eftir að sjá fyrri myndina. But eníhá.
Söguþráðurinn gengur út á það að raðmorðingi smyglar sér inn í Adams fjölskylduna og þykist vera barnfóstra barnanna. Hennar raunverulega tilefni er þó að giftast uncle Fester, þar sem hann er viðbjóðslega ríkur, drepa hann svo og hirða alla peningana. Eins og hún hefur gert reglulega og lögreglan er á eftir henni.
Á meðan, innan Adams fjölskyldunnar, hefur nýtt barn bæst í hóp systkinanna og eldri börnin eru afbrýðissöm. Þau gera hinar ýmsu tilraunir til að drepa nýja systkinið og eru í kjölfarið send í sumarbúðir. En þessar sumarbúðir eru sko fyrir GLAÐA krakka. Wednesday og Pugsley eru ekki beint glaðir krakkar með sína ofur-hvítu húð og drungalegan klæðnað. Þau lenda upp á móti krökkunum í sumarbúðunum ... En á meðan heima hjá þeim ...
Er barnfóstran/raðmorðinginn hún Debbie búin að krækja sér í næsta eiginmann sinn og eftir brúðkaupið byrjar hún strax að reyna að drepa hann. Það ætlar ekki að takast og þá flytur hún með hann í úthverfi í Bandaríkjunum og lifir ameríska draumnum. Kaupir á hann hárkollu og allt. Gomez bróður hans lýst ekkert á blikuna og reynir að siga löggunni á Debbie.
Á meðan Adams krakkarnir í sumarbúðunum enda á að gjöreyðileggja lokahátíðina og söngleikinn þar á bæ reynir Debbie að sprengja hús þeirra Festers í loft upp. En hann lifir, og hún verður pirruð.
Í lokaatriðinu er öll fjölskyldan samankomin í Adams fjölskylduhúsinu eftir að krakkarnir struku úr sumarbúðum og Debbie hyggst drepa þau öll. En þá á einhvern undraverðan hátt tekst vélmenninu sem leikur litla barnið að bjarga öllum með fallbyssukúlu og loftvogsafli. Nei, ég veit ekkert um það.
En já. Debbie deyr, og Adams fjölskyldan lifir hamingjusöm til æviloka.
Mjög góð mynd síðan 1993. Öll umgjörð, búningar, leikur, þetta smellpassar allt saman og gerir áhorfendanum ekki erfitt fyrir að líka þetta.
Subscribe to:
Posts (Atom)