Sunday, January 4, 2009
Fucking Åmål.
Myndin Fucking Åmål er 10 ára gömul sænsk mynd um unglingaást. Það er samt sem áður engin venjuleg unglingaást, heldur lesbíu-unglingaást.
Elin er 14 ára og býr með einstæðri móður og eldri systur, Jessicu, sem er 16 ára. Elin hengur alltaf með Jessicu systur sinni og vinum hennar og kemst því oftar í vafasamari aðstæður en krakka á hennar aldri er eðlilegt. Heimilisaðstæður þeirra systra eru ömurlegar. Mamman alltaf skítblönk og hún vinnur á nóttunni svo þær geta valsað um og gert það sem þeim sýnist öllum stundum sólarhringsins. Elin er vinsæl og það gengur það orðspor af henni að hún hafi riðið fullt af gaurum og sé algjör hóra, enda 14 ára. Í raun er Elin hrein mey og hatar lífið og tilveruna í smábænum Åmål. Þar gerist þessi mynd víst. Elin finnst lífið vera "meningslost" og segir oft í myndinni "fucking åmål!".
Agnes er, on the other hand, mun vesælli karakter. Hún er 16 ára og tiltölulega nýflutt í smábæinn Åmål og hefur ekki eignast neina vini enn. Hún þykir sérstök, enda klæðir hún sig ekki eins flott og hinir vinsælu, þ.e.a.s. í fubu göllum og einhverju fleira ógeðslegu, sem siggi palli ætti að kannast við úr sínu ungdæmi. Agnes er sko lesbísk, það efast enginn um það. Hún á hrikalega erfitt, er vinalaus og ástfangin af Elin.
Söguþráðurinn er nokkurn veginn þannig að Agnes á afmæli. Mamma hennar krefst þess að haldið verði partý, enda er dóttirin orðin 16 ára. Agnes á enga vini og getur því ekki boðið neinum. Hinsvegar fréttist það víst í skólanum að það verði partý hjá henni. Enginn ætlar að mæta. Hið sama kvöld er verið að halda partý fyrir vinsælu krakkana heima hjá einhverjum Christian. Elin og Jessica ætla að fara, en þá fá þær fregnir af því að Johan Hult er yfir sig ástfangin af Elin og ætlar að reyna við hana í partýinu. Elin finnst hann ekki heitur og vill þá frekar fara í þetta partý til Agnesar og dregur systur sína með sér. Þegar þær mæta þangað er að sjálfsögðu engin mættur og Agnes á þvílíkt pínlegum bömmer. Jessica manar systur sína upp í það að fara í sleik við Agnesi fyrir pening, enda er slúður að ganga um skólann þess efnis að Agnes sé lesbísk. Elin fer í sleller við Agnesi og svo hlaupa þær systurnar út og í næsta partý, til Christian.
Í partýinu er Elin á þvílíkum bömmer yfir að hafa verið svona leiðinleg við Agnesi á meðan Johan Holt, örugglega einhver óframfærnasti gæi í alheimi, er að reyna við hana. Að lokum gefst hún upp og fer heim til Agnesar til að biðjast afsökunar. Þar er Agnes upptekin við að skera sig á púls undir örlagaþrunginni tónlist og hágrætur það líf sem hún lifir.
Þær ákveða að fara út og enda í öðrum sleik, sem tjah ... var heldur vandræðalegur. Ekki flottur svona bíómyndakoss. En jæja. Þær ákveða að vera í bandi.
En daginn eftir veit Elin ekki hvað hún var að hugsa og þykist vera ógeðslega hrifin af Johan Hult. Þessar tilfinningar sem hún er að upplifa í garð einhverrar gellu, eru að sjálfsögðu rangar og hvað ætli þjóðfélagið hugsi.
Þannig að hún hundsar Agnesi algjörlega og byrjar með Johan Hult, sem er btw 17 ára kappi. Agnes verður brjáluð út í Elinu og slær hana meiraðsegja utanundir í skólanum. Elin missir meydóminn með Johan Hult, en stuttu eftir það hættir hún með honum, enda er hann einhver óframfærnasti og skoðanalausasti gaur sem hægt er að finna.
Síðasta atriði myndarinnar er mjög táknrænt. Elin dregur Agnesi með sér inn á kvennaklósett og læsir á eftir þeim. Þar inni játa þær ást sína á hvor annarri, Elin blaðrar út í eitt eins og hennar persónu er lagið en Agnes er svo klökk af hamingju að hún er einungis fær um að kinka kolli. Vinkona Elinar vill komast á klósettið en þegar Elin vill ekki hleypa henni inn heldur vinkonan að hún sé með strák þarna inni og byrjar að hrópa og kalla. Á endanum er stór múgur fyrir utan dyrnar sem biður Elinu um að opna. Þá kemur að sjálfsögðu Johan og allir halda að Elin sé þarna inni með nýjum strák. Þá verður hann alveg eyðilagður greyið, enda er hann yfir sig ástfanginn af þessari 14 ára lesbíu.
Á endanum neyðist Elin til að opna dyrnar og "koma út". Þegar hún kemur út með annarri stelpu verða allir orðlausir og Elin tilkynnir öllum að færa sig frá, þetta sé nýja kærastan hennar og þær séu farnar að ríða. Þeir eru ekkert að skafa utan af hlutunum þessir svíar. Onei.
Myndin í heild sinni var ... sérstök, og gaman að henni. Maður gat samsvarað sig persónunum á vissan hátt, enda getur titillinn fucking Åmål alveg eins verið fucking Akranes. Þó ég hafi kannski aldrei upplifað það að þurfa að skera mig við undirleik sinfóníuhljómsveitar vegna þess að ég var með svo miklar lesbískar kreivíngs, þá skil ég alveg þennan biturleika sem smábæjarlíf vill setja á unglingana. Það að hafa aldrei neitt að gera, og vera tilbúin að gera hvað sem er fyrir smá tilbreytingu í lífið. En þúst, fín mynd.
Åmålið maður, klikkar aldrei.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Flott færsla. 9 stig.
Klassamynd, ég hélt mikið upp á hana þegar hún kom út. Hún sameinar skemmtilega semi-raunveruleg vandamál og krúttlegan húmor. Eitthvað annað en nýrri myndir Moodyssons, eins og Lilja 4-Ever (sem er samt góð) og Ett hål i mit hjärta (sem er viðbjóðsleg), sem einblína á samfélagsvandamálin.
Post a Comment