Monday, January 26, 2009
Sólskinsdrengur.
Ég man að þegar ég ætlaði að fara á sýninguna klukkan 18 á Sólskinsdrenginn áttaði ég mig á því að farartækinu mínu hafði verið stolið. Hjólið var horfið og ég fór á algjöran bömmer. Því fór ég á sýninguna kl. 20. Þegar myndin byrjaði var ég sjúklega pirruð yfir stolna hjólinu og ekki í góðu skapi. Ég var ekki búin að borða neinn kvöldmat heldur og langaði helst bara að beila á þessu öllu saman.
Svo byrjaði myndin og ég ákvað að þrauka allavega út að hlé.
Ég er mjög veik fyrir öllu sem heitir heimildamynd. Íslenskar heimildarmyndir eru, tjah ... ég myndi kannski ekki segja ömurlegar, en þær skortir eitthvað.
Myndin Sólskinsdrengur var bara hálf-íslensk heimildarmynd. Hún gerist af svo stórum hluta í Bandaríkjunum, jafnvel þótt íslenskur strákur hafi verið aðal umfjöllunarefnið. Ég var hrifin af þessari mynd, þessvegna þraukaði ég út alla myndina. Hún kom mér meirasegja í ágætt skap. Ég man samt að Margrét talaði ekki nógu ... óheflað inn á myndina. Það var eins og hún væri meira að vanda sig að lesa upp af blaði heldur en að tjá sínar skoðanir og tilfinningar.
Myndin fjallar í grófum dráttum um móður sem á einhverft barn á hæsta stigi sem getur ekki einu sinni tjáð sig. Hún gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana og ákveður að ferðast til Bandaríkjanna og reyna að finna lækningu. Við fáum að fylgjast með ferðalagi hennar til að uppgvötva og fá að kynnast 10 ára syni sínum.
Myndin var góð. Kannski ekki algjört möst, en samt góð. Ég viðurkenni að ég hefði aldrei farið á þessa mynd ef ég hefði ekki neyðst til þess, en svona eftir á er ég fegin að hafa séð hana. Ég vissi svo sem ekkert hvað einhverfa var áður en ég sá myndina. Ég gerði mér óljósar hugmyndir um sjúkdóminn og vissi að það væru einstaklingar sem væru í sínum eigin heimi og þoldu illa að vera innan um annað fólk. Töluðu jafnvel ekkert.
Ég vissi að snillingar á borð við Albert Einstein og fleiri hefðu verið einhverfir, svo maður hélt kannski að allir sem væru einhverfir væru með einhverja ofurgáfu. Sem svo sem kom alveg ágætlega í ljós í myndinni.
Þegar Friðrik Þór kom í heimsókn var maður alveg búin að hlakka smá til. Það er ekki á hverjum degi sem maður fær að ræða við einn reyndasta kvikmyndagerðarmann á Íslandi.
Friðrik talaði mun meira um ferilinn að því að gera myndina og um sjúkdóminn sjálfan heldur en kvikmyndahlutann sem síðan fylgdi. Mér fannst það samt mjög fínt. Það er alltaf gaman að heyra fólk tala af ástríðu um það sem það var að gera, og það sem því er hjartfólgið. Við lærum hvort sem er nóg um kvikmyndagerð hjá honum Sigga Palla.
Æji, þetta er frekar ömurleg færsla, ég veit. Mér finnst bara eins og það sé svona ár síðan ég sá þessa mynd og man illa eftir þessu. Tímaskynið hjá manni er orðið svo brenglað ...
"I could never love a human baby as much as I love this brush." - Blades of glory.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ekkert að þessari færslu. 6 stig.
Skarplega athugað hjá þér varðandi frásögn Margrétar. Friðrik notar Margréti sem formlegan sögumann, og fyrir vikið verður þetta svolítið stíft hjá henni. Hann hefði getað notað viðtöl við hana í voice-over í staðinn - það hefði kostað meiri vinnu en hefði gefið frásögninni meira "authenticity" - hún hefði örugglega orðið meira ekta.
Post a Comment