Það er alveg makalaust hvað maður er tregur við að blogga hérna stundum. Alltaf eftir að maður horfir á nýja mynd hugsar maður með sér: "Nei, en frábært tækifæri til að blogga fyrir kvikmyndagerð" ... En svo verður sjaldan neitt úr því. Miðað við hvað ég er búin að horfa á viðbjóðslega mikið af myndum upp á síðkastið verð ég að fara að blogga um það.
Um páskana var mikið gert í því að horfa á gamlar vídjóspólur heima hjá foreldrunum. Allt var betra en íslenskan, ehh. Þar rakst ég á hina glimrandi góðu mynd, Adams family. Þessa gat maður horft á aftur og aftur á vissu tímabili í lífi manns. Ójá.
Myndin fjallar um Adams fjölskylduna sem er, hryllileg. Þau hafa brenglað fegurðarskyn miðað við okkur nútímamennina og mætti jafnvel segja að myndin hallaðist í átt að töfraraunsæi. Hlutirnir eru raunverulegir á yfirborðinu, en undir niðri kraumar eitthvað yfirnáttúrulegt. Til dæmis virðist uncle Fester ekki geta dáið eins og venjulegt fólk. Minnir mig á það, ég á alltaf eftir að sjá fyrri myndina. But eníhá.
Söguþráðurinn gengur út á það að raðmorðingi smyglar sér inn í Adams fjölskylduna og þykist vera barnfóstra barnanna. Hennar raunverulega tilefni er þó að giftast uncle Fester, þar sem hann er viðbjóðslega ríkur, drepa hann svo og hirða alla peningana. Eins og hún hefur gert reglulega og lögreglan er á eftir henni.
Á meðan, innan Adams fjölskyldunnar, hefur nýtt barn bæst í hóp systkinanna og eldri börnin eru afbrýðissöm. Þau gera hinar ýmsu tilraunir til að drepa nýja systkinið og eru í kjölfarið send í sumarbúðir. En þessar sumarbúðir eru sko fyrir GLAÐA krakka. Wednesday og Pugsley eru ekki beint glaðir krakkar með sína ofur-hvítu húð og drungalegan klæðnað. Þau lenda upp á móti krökkunum í sumarbúðunum ... En á meðan heima hjá þeim ...
Er barnfóstran/raðmorðinginn hún Debbie búin að krækja sér í næsta eiginmann sinn og eftir brúðkaupið byrjar hún strax að reyna að drepa hann. Það ætlar ekki að takast og þá flytur hún með hann í úthverfi í Bandaríkjunum og lifir ameríska draumnum. Kaupir á hann hárkollu og allt. Gomez bróður hans lýst ekkert á blikuna og reynir að siga löggunni á Debbie.
Á meðan Adams krakkarnir í sumarbúðunum enda á að gjöreyðileggja lokahátíðina og söngleikinn þar á bæ reynir Debbie að sprengja hús þeirra Festers í loft upp. En hann lifir, og hún verður pirruð.
Í lokaatriðinu er öll fjölskyldan samankomin í Adams fjölskylduhúsinu eftir að krakkarnir struku úr sumarbúðum og Debbie hyggst drepa þau öll. En þá á einhvern undraverðan hátt tekst vélmenninu sem leikur litla barnið að bjarga öllum með fallbyssukúlu og loftvogsafli. Nei, ég veit ekkert um það.
En já. Debbie deyr, og Adams fjölskyldan lifir hamingjusöm til æviloka.
Mjög góð mynd síðan 1993. Öll umgjörð, búningar, leikur, þetta smellpassar allt saman og gerir áhorfendanum ekki erfitt fyrir að líka þetta.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
6 stig.
Post a Comment