Höfundurinn Stieg Larsson skrifaði Mander som hatar kvinnor og myndin var byggð á bókinni. Ég tók alveg eftir breytingum frá bókinni, enda er aldrei hægt að gera mynd nákvæmlega eftir bókinni.

Þetta er norræna útlitið á myndinni. Hér sjáum við Mikael Blómkvist og emó barnið Lisbeth.
Ég verð að segja, að ég hef aldrei séð jafn góða norræna spennumynd. Þeir náðu að gera þetta alveg rosalega vel. Meiraðsegja bróðir minn viðurkenndi að þetta hefði verið ógeðslega góð mynd, en ég þurfti að hafa mig alla við að draga hann á sænska mynd. Ég stökk til í sætinu, var gróflega misboðið og allt þar á milli. Munurinn á þessari mynd og öðrum spennumyndum, þá bandarískum, er sá að höfundar þessarar myndar hafa greinilega viljað hafa hana raunverulega. Það var ekki leitast við að hlífa áhorfendanum mikið fyrir þeim ofbeldisfullu nauðgunum sem voru nokkrum sinnum í myndinni, eða tilfinningastríði persónanna. Í raun var lagt mikla áhersla á það.
Myndin fjallar sem sagt um Mikael Blómkvist, blaðamann sem hefur verið dæmdur fyrir meinyrði, en hann skrifaði grein um spillingu einhvers auðjöfursins. Hann er að segja sannleikann, en auðjöfrinum tekst að láta Blómkvist líta út sem vonda kallinn. En myndin fjallar ekki um það mál, heldur fjallar hún um næsta kafla í lífi Blómkvists.
Gamall maður, einnig auðjöfur, hefur samband við Blómkvist og vill hjálp hans við að leysa gamla fjölskylduleyndarmálið. Árið 1966 hvarf bróðurdóttir hans sporlaust og hefur ekki sést í 40 ár. Öll þessi ár hefur gamli maðurinn leitast við að leysa málið, en ekkert gengið. Hann býr á eyju í Svíþjóð og einungis ættingjar eru grunaðir. Blómkvist til hjálpar kemur svo einhver rosalega gáfaður tölvuhakkari, en það er emó barnið Lisbeth Salander. Hún er fremur ógeðsleg í útliti, en hún er með tattú, hringi og göt út um allt, með rakað hár og í skuggalegum fötum. Hún er persóna sem á sjúka barnæsku, og frekar ömurlegt líf. Það eru mjög margar tökur þar sem hún situr og reykir og hugsar út í eitt.
Málið allavega æxlast þannig að það leysist og sumir deyja en aðrir lifa. Vil ekki skemma fyrir ykkur, því þessi mynd á pottþétt eftir að koma á ísland bráðum, og þá verðið þið að sjá þessa tímamótamynd. Fyrstu norrænu spennumyndina sem er virkilega góð ...
1 comment:
Hljómar vel, en jafnframt ofboðslega sænskt, svona sósíal-realismi og það allt...
Góð færsla. 5 stig.
Post a Comment